Day: March 4, 2020

Slæmar fréttir: Kórónaveiran hefur stökkbreyst

Kórónaveiran hefur stökkbreyst samkvæmt nýrri rannsókn kínverskra vísindamanna. Þetta hljóta að vera slæmar fréttir. Stökkbreytingin hefur átt sér stað snemma í ferlinu eftir því sem Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir. Þetta mun gera þróun bóluefna gegn veirunni flóknari. mbl.is greinir frá.

Kórónaveiran á Íslandi: „Er þetta eitthvert grín?,“ spyr Ólína Þorvarðardóttir

Fleiri og fleiri Íslendingar furða sig á viðbrögðum sóttvarnalæknis og landlæknis fyrir hönd stjórnvalda vegna kórónaveirunnar. Á sama tíma og Íslendingar eru um það bil að setja heimsmet í smitum halda yfirvöld áfram að tala niður hættuna á smitum hér á landi. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður er nokkuð hvöss, í pistli sem hún setur …

Kórónaveiran á Íslandi: „Er þetta eitthvert grín?,“ spyr Ólína Þorvarðardóttir Read More »

Varnir Íslands á óvissutímum

Eins og öllum er kunnugt er tvíhliða samkomulag milli Bandaríkjanna og Íslands, varnarsamningurinn svonefndi, sem hefur verið gildi síðan 1951 þegar Bandaríkjaher steig á land á ný eftir brotthvarf í lok seinni heimsstyrjaldar.  Þessi samningur hefur tekið breytingum en hefur haldið inntaki sínu allar götur síðan. Bandaríkjaher kom í óþökk margra Íslendinga og ekki síst …

Varnir Íslands á óvissutímum Read More »

Landlæknir getur ekki tekið við tölvupóstum frá kl. 17 í dag

Styrkja þarf öryggi netpósta landlæknisembættisins og því verður ekki hægt að senda pósta á embættið í dag segir í tilkynningu frá embættinu. Af óhjákvæmilegum ástæðum þarf að styrkja öryggi netpósts embættisins. Því getur embætti landlæknis ekki tekið við tölvupósti frá því kl. 17 í dag og fram eftir kvöldi. Öllum póstum, þar á meðal fyrirspurnum …

Landlæknir getur ekki tekið við tölvupóstum frá kl. 17 í dag Read More »

Nýr Fiskistofustjóri tímabundið

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hefur verið settur Fiskistofustjóri frá deginum í dag og til 30. apríl 2020. Eyþór Björnsson fyrrverandi Fiskistofustjóri hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðuslandi eystra. Áslaug Eir er sjávarútvegsfræðingur og hefur starfað hjá Fiskistofu í 12 ár sem sviðstjóri og einnig sem staðgengill Fiskistofustjóra. Í tilkynningu frá Atvinnuvega-og …

Nýr Fiskistofustjóri tímabundið Read More »

Af hverju kemur þetta landlækni og sóttvarnalækni á óvart en ekki þjóðinni? Er þetta fólk ekki rúið trausti?

Forystumenn sem sjá eiga um varnir gegn smitsjúkdómum hér á landi segjast nú vera hissa á útbreiðslu kórónaveirunnar hér á landi. Er nema von að margir séu hissa á þessum yfirlýsingum embættismannanna þegar háværar raddir birtust strax opinberlega, meðal annars almenningur á netinu og svo einstaka þingmenn, sem bentu á að landið væri gal opið …

Af hverju kemur þetta landlækni og sóttvarnalækni á óvart en ekki þjóðinni? Er þetta fólk ekki rúið trausti? Read More »

Fjármál ESB í klúðri

Enginn árangur varð á fundi Evrópubandalagsins í þar síðustu viku, en afgreiða átt fjárlög til næstu sjö ára. Vandræðin eru að sjálfsögðu vegna brotthvarfs Breta og þá hvort eigi að skera niður eða auka framlög aðildarlandanna. Aukning framlaga getur ekki orðið hjá þjóðum sem lifa á bandalaginu, nema í formi niðurskurðar, og verður því að …

Fjármál ESB í klúðri Read More »

Dánarhlutfall er 3,4% kórónuveirusmitaðra

Alheimsdauðahlutfall nýja kórónavírussins er 3,4 prósent að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Yfirmaður stofnunarinnar sagði á þriðjudag að dánartíðni fyrir Covid-19, sjúkdóminn sem stafaði af nýju kórónaveirunni, væri 3,4 prósent. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstöðumaður samtakanna, sagði á blaðamannafundi í Genf að Covid-19 væri banvænnari en árstíðabundin flensa, en smitist ekki eins auðveldlega. „Á heimsvísu hafa um 3,4 …

Dánarhlutfall er 3,4% kórónuveirusmitaðra Read More »

16 staðfest smit á Íslandi – Eru aðgerðir stjórnvalda nægjanlegar?

“Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi.” Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnvalda.  Öll smitin megi rekja til ferðlaga til Ítalíu. Margir hafa gagnrýnt aðgerðir stjórnvalda og telja viðbrögð þeirra fálmkennd. Bent hefur verið á að ferðalangar, virðist bara …

16 staðfest smit á Íslandi – Eru aðgerðir stjórnvalda nægjanlegar? Read More »