
Skinna.is er gagnrýnin og borgarlegur netmiðill en honum er ætlað að flytja fréttir, bæði erlendar (með meiri áherslu á Norðurlöndin) og innlendar. Hann mun þróast með tímanum.
Megin áhersla er lögð á fréttaskýringar, þar sem líðandi atburðir eru greindir og skyggst á bak við tjöldin. Við teljum að fréttamennskan í dag sé yfirborðskennd og almenningur sjái ekki samhengið á bak við einstakar fréttir.
n,,Huginn skrifar“ er greinaflokkur sem er ætlað er að vera fréttaskýringaliður sem skyggnist á bak við tjöldin og síðan en ekki síst er almenningi gefinn á kostur að segja skoðanir sínar í gegnum greinaflokkinn ,,Aðsendar greinar“, enda eru þær málefnalegar og rökstuddar. Greinar sendist á skinna@skinna.is.
Enginn fjölmiðill er fullkomlega óháður eða hlutlaus og við förum ekki í felur með það að við höfum skoðun á hlutunum. Sjá má þetta í Huginn skrifar, í ritstjórnarspjallinu og mun ritstjóri og ritstjórn stinga þar niður penna ásamt völdum aðilum. Við flytjum því fréttir eins og við skiljum þær en höfum það sem réttara kann að reynast, ef annað kemur í ljós.
Í Skinnu.is eru ekki einungis gagnlegar fréttir og fréttaskýringar; ætlunin er einnig að hafa gagn og gaman. Sjá má þetta í ,,Vísindi fyrir alla“ og ,,Sögumolar“.
Verð auglýsinga í miðilinn er mjög svo hófstillt.
Umsjón á útgáfu skinna.is:
Helgi Helgason.
Ritstjóri: Helgi Helgason.
Ritstjórn, auglýsingar, greinar og fréttir:
skinna@skinna.is