Lög og regla – líka fyrir útlendinga

Huginn hefur enga skoðun á máli egypsku fjölskyldunnar sem hefur verið þrætuepli í íslensku samfélagi, þökk sé atbeina íslenskra  fjölmiðla.  Útlendingastofnun vinnur hvert mál út af fyrir sig og á að gera það samkvæmt íslenskum lögum. Það sem hins vegar stingur í augun hvað varðar það mál, að kærunefnd Útlendingastofnunar, virðist ekki geta farið eftir íslenskum lögum. Að sumir geti, með því að brjóta lög, geti breytt úrskurði til þess gerðra yfirvalda og það að þrýstihópur vinstri öfgamanna, sem væntanlega er fámennur en hávær, geti þvingað stjórnvöld til að gefa eftir.  Að sömu reglur og lög gildi ekki fyrir alla. Það eru ófáir Íslendingar sem hafa glímt við kerfið svokallaða og tapað.  Það hefur reynst vera ómannúðlegt á köflum og ekki hlustað á andmæli.  Fátækir Íslendingar, öryrkjar og atvinnulausir og aðrir, hafa þurft að sæta kjaraskerðingar og ölmusu og gert sér að góðu sem þeim er rétt. Þeir sem hafa reynt að mótmæla þessu, hafa verið hunsaðir eða hrópaðir niður. Af hverju gilda aðrar reglur fyrir þessa afskiptu hópa samfélagsins en sérstakar reglur fyrir útlendinga sem koma hingað til lands, oft ólöglega og brjóta lög og reglur að eigin hentugleika? Með lögum skal land byggja, ekki satt? Þegar búið er að ,,leysa” þetta mál í fjölmiðlum, hvað um framhaldið? Hver man eftir albönsku fjölskyldunni með veik barn sem kostar 40 milljónir á ári að meðhöndla? Ekkert heyrst af þeirri fjölskyldu síðan þau fengu send vegabréf í pósti frá Alþingi Íslendinga. Þarf ekki líka að spyrja um kostnað og framhald málsins? Fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi er oftast í skötulíki. Málin aldrei krufin til botns.

Demókratar ógn við lýðræðið

Demókratar í örvæntingu sinni hafa leikið ljótan leik margoft síðastliðin fjögur ár til að komast til valda á ný.  Þeir hafa reynst vera ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Tókum nokkur

Schengen samkomulagið á tímamótum

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins lýsti yfir nýverið að sambandið ætli að afnema  Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar sem er fasttengd Schengen-samkomulagið. En hvað er Dyflinnarreglugerðin og Schengen-samkomulagið? Á Evrópuvefnum segir: ,,Dyflinnarsamstarfið er einn liður í Schengen-samstarfinu

Íslenskir fjölmiðlar ekki á vaktinni?

Sá sögulegi atburður átti sér stað í gærdag, að þrjár þjóðir undirrituðu friðarsamning sín á milli í Hvíta húsinu, sem markar stóran áfanga í átt að friði í Miðausturlöndum.  Ísrael

Álitsgjafar RÚV

Það hefur ekki farið framhjá áhorfendum RÚVs að fréttastofa ríkisins styðst við álitsgjafa þegar leitað er álits á pólitískum álitaefnum. Þegar greina á stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum er yfirleitt eða alltaf

Póstatkvæðagreiðsla og kosningasvik

Mikið er nú deilt um framkvæmd forsetakosninga í Bandaríkjunum sem eiga að fara fram 3. nóvember næstkomandi. Demókratar vilja leyfa svo kallaða póstatkvæðagreiðslu og það í miklu mæli.  Talið er

Birtingamynd trúarbragða

Íslenska þjóðkirkjan birti nýlega auglýsingu fyrir sunnudagsskóla en forsíðumyndin er frekar umdeild. Hún sýnir Jesús sem transpersónu á harðahlaupum undir regnboga. Á sama tíma eru að hefjast í París réttarhöld

Donald Trump og fallnir hermenn

Enn og aftur eru árásir á sitjandi forseta hafnar en nú er hann sakaður um að vanvirðia fallna hermenn. Ritstjóri tímaritsins The Atlantic skrifaði grein sem hefur vakið mikla athygli

Fréttamennska og hlutdrægni

Það er vandmeðfarið að stunda fréttamennsku í dag. Erfitt getur reynst að greina á milli umfjöllunar og gagnrýni.  Samfélagsmiðlarnir bjóða upp á þannig samskiptaform, það er freistandi að gagnrýna, sem

Heimskviður og Donald Trump

Óhætt er að segja að engin ást er á milli höfundar Heimskviða í dag og Donalds Trumps. Örla má þó fyrir aðdáun inn á milli, en hann fer fljótt aftur