Sjö milljarða RÚV virkar ekki á netinu?

Þegar farið er inn á ruv.is gerist það mjög oft að spilari þeirra virkar ekki. Það sama má segja ef farið er inn á spilarinn.is sem er netsíða með samansafni ýmissa útvarpstöðva. Huginn notar mikið ýmsa spilara á netinu til að hlusta á fréttir og er ruv.is þar ekki undanskilið. Í kvöld er Huginn úti á landi og horfði á fréttatíma Stöðvar2 í gegnum netið í símanum og gekk það ágætlega. Svo kom að fréttatíma sjömilljarða stöðvarinnar sem allir Íslendingar þurfa að borga til með nefinu. Þá gerðist það enn og aftur að hökkt var í útsendingunni. Hinn málhalti fréttastjóri RÚV sem las fréttir í kvöld hvarf af skjánum og við tóku auglýsingar. Ef síðan var endurhöluð þá gerðist það sama aftur og aftur. Huginn talaði við manneskju í bænum sem er með apple TV og hún sagði að sama vandamál hefði hrjáð hana.

Hvort „samherjar“ fréttastjórans séu að reyna að trufla útsendinguna svo þjóðin og þeir þurfi ekki að líða fyrir málhelti fréttastjórans í sjónvarpinu er kenning en ekki ótrúverðug.

En að öðru leiti er það ekki slæmt mál að fréttir sjö milljarða svartholsins sjáist ekki á netinu. Þær eru hvort eð er kópi-peist úr fréttum Stöðvar 2 og jafn lélegar. 

Á báðum þessum stöðvum er sannleikanum ekki gert hátt undir höfði en persónulegar skoðanir fréttamanna, sem „Nota Bene“ eru þverskurður vinstrimanna hér á landi, ráða efnisvali og framsetningu. Sem gengur út á að hér skuli landamæri Íslands opin fyrir öllum erlendum glæpamönnum sem hér vilja landvist. Svo er þetta lið hissa þegar erlendur glæpamaður er myrtur í rótgróinni íbúðagötu í Reykjavík af erlendum glæpmönnum. Þetta fólk bjó í haginn fyrir erlendarglæpaklíkur á Íslandi með því að styðja hryðjuverkasamtök á borð við NO BORDERS. Þessar fréttastofur og fréttamenn neyddu til dæmis Landhelgisgæsluna til að skila vopnum sem gefin voru frá Noregi og ætlað var til að verja íslenskt samfélag og endurnýjunar á vopnum lögreglu og Landhelgisgæslu sem voru úrerlt.

Klappstýrur erlendra glæpamanna

Ef einn maður mætir fyrir utan ráðuneyti dómsmála til að mótæla brottvísun hælisleitenda, til dæmis hryðjuverkamaður úr NO BORDERS,  þá er RÚV mætt með beina útsendingu í boði skattgreiðenda.

RÚV er svarthol skattgreiðenda

Það er ágætt að rifja það upp að það var kúlulánadrottningin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nú formaður auðmannafloksins VIÐREISNAR, sem setti á nefskattinn illræmda sem RÚV nú mergsýgur úr þjóðinni.

RÚV getur ekki haldið úti þjónustu fyrir fólkið í landinu og hefur aldei getað og hefur heldur ekki metnað til að gera það. 

Þeir eru búnir að að gefast upp á því að ráða yfirmenn sem geta skammlaust lesið fréttir. En þeir eru ekki búnir að gefast upp á því að ráða frændur, frænkur og vini í störf innan RÚV. Sjö milljarðar, hver stenst sjö milljarða? Fyrir sjö milljarða er hægt að halda mörgu frændfólki og vinum uppi. Hvort sem þeir eru málhaltir eða ekki. 

Stjórnmálamenn virðast skíta í buxurnar þegar RÚV tekur þá á beinið. Menntamálaráðherra biður um upplýsingar frá RÚV um ráðingarmál og henni er einfaldlega sagt að halda kjafti af stjórn RÚV!

Gjörið svo vel ágætu Íslendingar. 

Í þetta fara peningar ykkar. Sjö milljarðar á ári hverju sem væri betur varið í að gera heilbrigðiskerfið gjaldfrjálst.

-Huginn

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR