Króatía gengur í Schengen og tekur upp evru

Frá og með deginum í dag hefur Króatía formlega gengið inn í Schengen-samstarfið, eftir að tilkynnt var í byrjun desember að landamæralaust svæði ESB yrði stækkað í fyrsta skipti í meira en áratug.

Landið breytir einnig gjaldmiðli sínum úr kúnunni í evru og verður þar með 20. landið sem hefur evru sem gjaldmiðil.

Schengen-svæðið er samningur um frjálst flæði milli aðildarríkja.

Eftir inngöngu Króatíu telur samningurinn 27 lönd – 23 aðildarríki ESB auk Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein.

Notkun evrunnar er nú þegar útbreidd í landinu, sem hefur 3,9 milljónir íbúa og varð hluti af ESB árið 2013, skrifar Ritzau.

Króatía á landamæri að Slóveníu og Ungverjalandi, sem eru hluti af ESB, og Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Serbíu, sem eru ekki hluti af ESB.

Á Íslandi er vaxandi andstaða við veruna í Schengen enda reynslan ekki góð og skoðanakannanir hafa sýnt að lítill áhugi er meðal Íslendinga á að ganga í ESB. Vaxandi andstaða er einnig við EES samninginn meðal Íslendinga.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR