Enn ein sprengjuárás í Svíþjóð í kvöld: Ástand sem mun ná til Íslands?

Öflug sprenging varð í Hässelby í norðvesturhluta Stokkhólms í kvöld. Að sögn lögreglu eru tveir slasaðir.

Sprengingin varð skömmu eftir klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld  í stigagangi fjölbýlishúss. Lögreglan hefur flutt íbúa úr húsinu.

– Okkur barst tilkynning um öfluga sprengingu í fjölbýlishúsi í Hässelby, segir Anna Westberg, blaðafulltrúi hjá lögreglunni í Stokkhólmi.

Lögreglan segir að tveir hafi slasast og að þeir séu í umsjá sjúkraflutningamanna á staðnum. Ekki hefur verið greint frá ástandi hinna slösuðu.

Sprengjusérfræðingar og tæknimenn lögreglunnar hafa verið kallaðir á vettvang til að kanna hvað olli sprengingunni.

Lögreglan rannsakar nú málið sem grófa árás gegn almannaheill. Enginn er enn grunaður og enginn hefur enn verið handtekinn.

Íbúi á svæðinu segir í samtali við SVT að þeir hafi heyrt mikinn hvell og að rúðurnar í íbúðinni þeirra hafi nötrað.

Glæpasamtök hælisleitenda og innflytjenda

Mikið hefur verið um skotárásir og sprengingar í Svíþjóð á síðustu vikum. Þar berjast á banaspjótum glæpasamtök skipuð hælisleitendum og innflytjendum sem komið hafa til Svíþjóðar á síðustu árum.

Þróun sem hefur náð til Íslands og á eftir að versna

Þessi þróun sem átt hefur sér stað á Norðulöndum hefur náð hingað til lands og sést best á þeim réttarhöldum sem nú eru í gangi gegn glæpaklíku sem réðst á aðra glæpaklíku á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þær glæpaklíkur voru aðallega skipaðar ungum erlendum karlmönnum líkt og í þeirri öldu morða og ofbelisverka sem nú ríður yfir Svíþjóð. Ef litið er til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað á Norðurlöndum í þessum málum er óhætt að segja að ekki sé langt í svipað ástand hér á landi og Bankastrætis málið sé bara byrjuninn á þróun sem mun bara versna.

Eins og sést á myndinni með fréttinni sem er frá réttarsalnum sem innréttaður hefur verið í málinu gegn glæpamönnunum í Bankastræti Club málinu, þá skortir ekki íslenska lögfræðinga til að verja glæpamennina.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR