Tilde var nýflutt til Stokkhólms og var úti á krá með vinkonu sinni – þá gerðist það sem snéri öllu lífi hennar á hvolf. Á leiðinni heim stoppaði leigubílstjórinn á afskekktum stað og nauðgaði henni. Svt.se greinir frá.
Eftir nauðgunina vildi hún ekki fara út. Hún átti erfitt með svefn og vildi bara liggja heima í rúminu sínu.
– Mér fannst þetta viðbjóðslegt og að allt væri mér að kenna, segir Tilde.
Hún hafði bókað ferðina í gegnum leigubílaapp en fór óvart inn í annan bíl. Tilde gaf strax skýrslu til lögreglu og tókst að tryggja DNA geranda. En í dag, rúmu ári síðar, hefur lögreglunni enn ekki tekist að finna ökumanninn og hefur rannsókn því verið frestað.
Sænska ríkisstjónvarpið greinir frá því að í ár eru hafa 36 leigubílstjórar misst réttindi sín vegna kæru um kynferðisbrot gegn farþegum sem þeir hafi verið að keyra.
Bara í Stokkhólmi hafa tíu leigubílstjórar verið dæmir fyrir kynferðisbrot gegn farþegum sínum það sem af er ári.
Reglur rýmkaðar á Íslandi
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra (F) rýmkaði verulega þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl hér á landi. Bandalag íslenskra leigubílstjóra mótmælti frumvarpinu og vísaði meðal annars til ástandsins á Norðurlöndum þar sem nánast hver sem er getur rekið leigubíl.
Frumvarpið varð að lögum í desember 2022.