
Bjarni á útleið úr ríkisstjórn og pólitík? – Verða eftirmæli um hann blettur á sögu Sjálfstæðisflokksins?
Ritstjórnin skrifar: Stjórnmálin á Íslandi eiga eftir að skjálfa næstu daga. Það er að minnsta kosti skoðun ritstjórnar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hlýtur að falla með algjörlega ábyrgðarlausri framkomu sinni í gær og lýst er í skýrslu lögreglu af afskiptum að fjölmennri drykkjusamkomu. Það að hafa mætt í samkomuna, þrátt fyrir kóvid, lýsir hroka sem vart á sér líkan í íslenskri pólitík nema ef borið væri saman við Steingrím J. Sigfússon sem sveik þjóðina á ögurstundu eftir hrunið. Margt málið hefur komið upp í kringum Bjarna Benediktsson en honum ætið tekist að snúa sig út úr þeim enda ekki kallaður „teflonmaðurinn“ fyrir ekki neitt. Undir stjórn hans hefur Sjálfstæðisflokkurinn hrunið í fylgi og má búast við að flokkurinn verði í framtíðinni sviplaus 20% flokkur hægra megin við miðju. Hann leiddi kommúnista til valda og í skjóli hans situr forseti Alþingis sem stuðlaði að fátækt þúsunda fjölskyldna á Íslandi þegar hann var