Íslenskir ráðamenn spila veirupóker?

Ritstjórnin skrifar: Íslensk stjórnvöld virðast hafa látið undan þrýstingi talsmanna ferðaþjónustunnar og ákveðið að opna Ísland upp á gátt fyrir smitleiðum inn í landið. Allir sem hafa „vottorð“ upp á að vera með ónæmi eða hafa fengið bólusetningu geta nú komið til Íslands.

Ekki er langt síðan að skinna.is greindi frá umfjöllun norska ríkisútvarpsins um smitaða einstaklinga sem ferðuðust í gegnum landamæri Noregs með fölsuð vottorð. Vottorðin voru staðfesting á að mennirnir, sem voru allir frá Austur-Evrópu, væru búnir að fara í próf og þeir væru veirufríir. Þeir voru hins vegar flestir smitaðir af kórónaveirunni og afleiðingin var sú að stór bæjarfélög í Norður-Noregi þurftu að loka á alla þjónustu vegna aukningu í smitum.

NRK sýndi líka fram á að á netinu væri hægt að kaupa vottorð, sem líktust löggildum vottorðum, á lítinn pening. Vottorðin voru fölsuð og landamæraverðir gátu ekki greint á milli. 

Nú þegar útlit er fyrir að Ísland sé orðið nánast veirufrítt, þökk sé hertum aðgerðum á landamærum, virðast hagsmunaaðilar hafa fengið það í gegn að landamærin verði aftur óvarin í allt vor og sumar.

Íslenskir ráðamenn með Svandísi Svavarsdóttur kommúnista, Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu Sjálfstæðisflokki hafa ákveðið að spila póker með þann árangur sem náðst hefur. 

Á kostnað okkar hinna.

Hvaða hagsmuni eru þær að púkka upp á? Hvaða hagsmunaaðilar eru svo sterkir að þeir geta nauðgað fram svona ákvörðun? Eru það talsmenn og forystumenn ferðaþjónustunnar?

Eða eru þetta hagsmunir háttsettra stjórnmálamanna og embættismanna sem ráða hér för?

Það var athyglisvert að hlutabréf Icelandair „ruku“ ekki upp um nema 6% við þessar óláns fréttir. Það bendir til að markaðurinn hefur ekki trú á framtíðargildi þessara ráðstafana ríkisstjórnar kommúnista sem sitja í skjóli Bjarna & Co.

Eitt er víst að þessi veirupóker sem gefið hefur verið í á ekki eftir að fara vel. 

Þeir sem munu sitja uppi með svarta Pétur er almenningur. 

En þeir sem munu líka sitja uppi með svarta Pétur – og  – tapa mest er ferðaþjónustan.

Verði þeim að góðu.

Mynd: visir.is

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR