Tónlistarmenn framvísi hreinu sakavottorði

Medina, Topgunn og Aqua – með hljómsveitarmeðlimnum René Dif gætu verið meinað að koma fram  á útihátíðum í Danmörku.

Að minnsta kosti ef tillaga Danska þjóðarflokksins um hreint sakavottorð verður að veruleika.

Þessir tónlistarmenn eru allir með „blett“ á sakavottorði.

Peter Skaarup, talsmaður Danska þjóðarflokksins í dóms- og lögreglumálum, hefur nýlega leitað til Ane Halsboe-Jørgensen menntamálaráðherra í von um að setja kröfu sem felur í sér að tónlistarmenn verði að geta framvísað hreinu sakavottorði – ef þeir ætla að koma fram á tónleikasviðum landsins. .

„Þessi krafa kemur upp vegna þess að við getum séð fjölda áberandi klíkumeðlima í Danmörku og Svíþjóð troða upp sem tónlistarmenn, þar sem þeir vegsama það að vera glæpamaður,“ segir Skaarup í viðtali við danska útvarpsstöð.

Til að tryggja að aðeins meðlimir glæpasamtaka eða þeir sem hafa sterk tengsl við glæpasamtök verði aðeins fyrir barðinu á slíkum lögum þarf að finna lausn.

Skaarup bendir á að fordæmi sé fyrir slíkri kröfu.

„Til dæmis, í íþróttaheiminum og á barnaheimilum er krafist sakavottorðs til að koma í veg fyrir að þeir sem hafa verið dæmdir fyrir barnaníð séu ekki ráðnir sem þjálfarar eða við umönnun barna,“ segir Skaarup í viðtalinu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR