Lýðveldið Nagorno-Karabakh lagt niður 1. Janúar 2024

Forseti hins sjálfskipaða lýðveldis Nagorno-Karabakh hefur undirritað tilskipun sem felur í sér að allar ríkisstofnanir verði leystar upp 1. janúar 2024. Fréttastofur Reuters og AP greina frá þessu í dag.

Þetta þýðir að lýðveldið Nagorno-Karabakh mun hætta að vera til frá og með næsta ári.

Í síðustu viku tók Aserbaídsjan fulla stjórn á svæðinu, sem í 30 ár hefur verið rekið sem sjálfstætt svæði byggt af Armenum, þótt viðurkennt sé að það sé undir stjórn Aserbaídsjan.

Talið er að nú séu um 60 þúsund manns, kristnir, á flótta frá héraðinu undan herjum múslima frá Aserbajdsjan.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR