11.000 ólöglegir til Þýskalands í gegnum Hvíta-Rússland

Meira en 11.000 ólöglegir innflytjendur hafa komið til Þýskalands í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland á þessu ári.

Þetta upplýsir alríkislögreglan í Þýskalandi.

ESB-ríkin hafa mánuðum saman sakað forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenko, um að leyfa farandfólki frá Mið-Austurlöndum sérstaklega að fljúga til Minsk til að fá aðstoð þaðan að landamærum til dæmis Póllands og Litháens.

Þrýstingur hinna fjölmörgu innflytjenda hefur orðið til þess að Pólland hefur sent þúsundir landamæravarða á vettvang og reist metraháar girðingar. Ástandið hefur leitt til mikillar umræðu um fólksflutninga og landamæri innan ESB.

Fyrir örfáum vikum settu ríki ESB, auk Bandaríkjanna, Kanada og Bretlands, nýjar refsiaðgerðir á fjölda einstaklinga og fyrirtækja sem eru nátengd hvítrússneskum stjórnvöldum til að þrýsta á Lukashenko.

Að sögn þýsku lögreglunnar hafa meira en 95 prósent farandfólks komið síðan í sumar, en í desember virðist hafa fækkað. 

Danir hafa hert mjög allar reglur um móttöku flóttmanna og er stefna þeirra að enginn sæki um hæli þar í landi. Í Danmörku voru 470 hælisleitendur skráðir í desember- samanborið við rúmlega 8.000 alls síðustu tvo mánuðina á undan.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR