Var tíðrætt um þjóðina en vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslur: Þorgerður í drottningarviðtali RÚV

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður auðkýfingaflokksins Viðreisn var tíðrætt um þjóðina í viðtali í Kastljósi í kvöld 18. júní. Þorgerði var líka mjög tíðrætt um þöggun og gegnsæi og vísaði í málefni sjávarútvegsins. Ætla mætti að slíkt tal hljómi frekar fátæklega þar sem Þorgerður lagðist hart gegn því að þriðji orkupakkinn færi í þjóðaratkvæði. Ætla má að flokkurinn muni líka standa mjög gegn því að aðildarumsókn ESB, nái landsöluflokkarnir á þingi að koma því í gegn, fari í þjóðaratkvæði.

Annars gekk málflutningur kúlulánadrottningarinnar aðallega út á að tala í fyrirsögnum og frösum og þá aðallega um málið eina sem er í stefnuskrá Viðreisnar: Dýrðina sem felst í ESB aðild að áliti auðkýfinganna í Viðreisn. Formaðurinn talaði fjálglega um að opna þyrfti sjávarútveginn og var tíðrætt um að þjóðin ætti að fá renntu af þessari auðlind. Krafa Íslendinga gagnvart ESB um að fá að ráða sjálfir fiskiauðlindinni gagni landið í ESB var ein stærsta hindrun samningaviðræðna um málið. Því hlýtur það að vera helsta áhugamál auðkýfinga -og eins máls flokksins Viðreisnar að brjóta upp sjávarútveginn til að auðvelda málið. Því er lítið að marka málflutning Viðreisnar þegar talsmenn flokksins tala fjálglega um meira frelsi í sjávarútvegi. Ætlunin er að opna fyri fjárfestingar erlendra auðhringja og erlendra ríkja svo þeir nái fótfestu í íslenskum sjávarútvegi. Svo tala þeir gegn betri vitund um að ESB muni aldrei fá ráðið íslenskum fiskimiðum. Við vitum hvernig fór fyrir Bretum. Þeir ráku Spánverja út úr sinni landhelgi og ætluðu að auka eigin fiskveiðar á móti. Dómstóll ESB einfaldlega dæmdi Spánverja aftur inn í fiskveiðilögsögu þeirra og þeir fengu ekkert að gert.

Það sama er að gerast hér á Íslandi í landbúnaði.

Því var lofað að við myndum aldrei þurfa að flytja inn freskt erlent kjöt nema við myndum ákveða það sjálf.

Hvað hefur gerst í dag? Það er búið að dæma okkur, af dómstólk ESB, til að flytja inn erlent ferskt kjöt.

Kjósendur ættu að varast flokk eins og Viðreisn því málflutningur þeirra er óheiðarlegur gagnvart landmönnum þegar málefni ESB eiga í hlut.

Það sannaðist einn einu sinni að það skiptir máli hver er í viðtali hjá RÚV. Viðtalið við Þorgerði var sannkallað drottningarviðtal. Spyrjandinn bljúgur eins og lítill strákur og ekki var merkjanleg sama kvennfyrirlitningin eins og ausið var yfir Ingu Sæland á sínum tíma þegar hún var í vitali í sama þætti. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR