Elítan kveinkar sér undan Kára

Viðtalið við Kára Stefánsson í Kastljósi í gær virðist hafa hálf grætt sumt yfirstéttar fólk hér á landi og þá sérstaklega í hópi þingmanna. Viðtalið var, eins og við mátti búast, hressilegt og Kári var ekki með neinar hálfkveðnar vísur eins og þeim stjórnmálamönnum sem nú grenja sem mest undan honum er tamt.

Kári er maður alþýðunnar og sagði bara það sem fólk almennt hefur verið að segja á netmiðlum og í sjónvarpi til dæmis. Má þar nefna viðtöl sem fréttastofa RÚV hafi við gangandi vegfarendur sem allir voru á þeirri skoðun að loka ætti landamærunum og setja þá í sóttkví sem nauðsynlega þyrftu að vera að þvælast á milli. Deilt er um málið á netinu en greinilegt að flestir eru á sömu skoðun og Kári.

Ekki kemur á óvart að Sigríður Andersen bregst geðill við ummælum Kára en hún er ein af þeim sem virðist trúa þeim samsæriskenninum um að veiran sé ekki til eða í versta falli verið að nota faraldurinn í þeim tilgangi að hefta ferða -og málfrelsi hins almenna borgara. Hún sagði á fésbókinni eftir viðtalið við Kára að hann væri „kjaftfor auðkýfingur á áttræðisaldri…“

Og pirringurinn nær út í aðra flokka í stjórnarandstöðunni. Helga Vala Helgadóttir, sem sumir hafa uppnefnt „dónann frá Þingvöllum,“ stígur líka fram og skrifar Kára langt bréf þar sem hún finnur að ýmsu varðandi viðtalið við hann í Kastljósinu í gær. Helga Vala hefur reyndar frá byrjun sett fram þá skoðun að reglugerðin sem notast var við til að skikka fólk í sóttkví væru gölluð. En eflaust sítir hún það ekki að geta hnýtt í Kára af hvaða tilefni sem er og sérstaklega eftir ummælin um Pólverjana sem pendla hér til og frá til að ná í atvinnuleysisbæturnar sínar og bera oft veiruna með sér í leiðinni. 

Það sem er augljóst í þessu máli er að fólk vill almennt að landamærin séu lokuð og augljóst virðist vera að fólk almennt hefur ekkert á móti því að fólk sé skikkað í sóttvarnarhús. 

Það endurómaði í orðum Kára í Kastljósi í gær.

Það er oft mjög undarlegt að hlusta á málflutning auðkýfinga elítunar eins og Sigríðar, Brynjars og fleiri sem virðast telja það eðlilegan hlut að frelsi þeirra sem eru líklegir til að bera veiruna með sér erlendis frá sé meira en frelsi samfélagsins til að verjast smiti.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR