Af hverju er þeim ekki öllum vísað úr landi? Eru réttindi þeirra samkvæmt EES og Schengen rétthærri en íslensk lög?

Það er eitthvað mikið að í íslenskri stjórnsýslu. Frá því við gengum í Schengen og EES virðist sem erlendir glæpamenn og skipulögð glæpasamtök geti valsað hér um og ef upp um þá kemst þá fá þeir dóm eða sekt og lítið fer fyrir fréttum um að þeim hafi verið vísað úr landi. 

Við eigum nóg með okkar innlendu glæpamenn og glæpahópa.

Þurfum við að flytja þá inn líka?

Ritstjórnin átti eitt sinn samtal við háttsettan embættismann í innanríkisráðuneytinu (heitir núna dómsmálaráðuneytið) og velti upp hvort það væri rétt að erfiðara væri að vísa erlendum glæpamönnum úr landi. Embættismaðurinn útskýrði að eðli Schengen-samningsins og EES-samningsins hefðu breyst í gengum árin án þess að íslensk stjórnvöld hefðu hreyft við mótmælum. Nú lítur ESB svo á að réttindi íbúa innan ESB og ESS séu þau sömu. Nokkurn vegin útskýrði  embættismaðurinn þetta á þann veg að ef að glæpamaður eða glæpahópur í Frakklandi eða Amsterdam vill færa sig til Íslands þá er það bara réttur þeirra og ekkert hægt að vísa þeim svo glatt úr landi. Þetta er bara þeirra réttur. Svo tók hann sem dæmi að ef íslenskur glæpamaður -eða hópur myndi færa sig frá Reykjavík til Akureyrar og hefja brotastarfsemi þar þá myndi það aldrei gerast að yfirvöld myndu vísa honum eða þeim úr bænum. Yfirvöldum er ekki heimilt að gera það, þetta eru jú íslenskir ríkisborgarar. Niðurstaðan er að ESB lítur ekki bara á aðildarlöndin sem eitt órofið svæði, heldur líka EES svæðið. Glæpamaður sem færir sig frá Rúmeníu til Íslands og hefur brotastarfsemi er það sama og innlendur glæpamaður færi sig frá Reykjavík til Akureyrar eða öfugt. Á þann rúmenska skal líta á sem heimamann og eftir að hann hefur lokið afplánun á hann að fá að ganga óáreittur út íslenskt samfélag að nýju. Hann tók líka sem dæmi að ef að fréttist út að verið sé að skoða passa ferðamanna í Keflavík sem koma frá t.d. Kaupmannahöfn þá er ESB strax farið að anda niður í hálsmálið okkur. 

Eru viðbrögð íslenskrar stjórnsýslu við komu rúmensku glæpamannanna ekki staðfesting á þessari skilgreiningu embættismannsins?

Það er ótrúlegt að heyra í fréttum að stjórnsýslan sé svo tvístígandi í þessu máli að hún getur ekki gert upp við sig hvort sekta eigi mennina og þar með leyfa þeim að vera áfram hér á landi eftir það eða hvort vísa eigi þeim úr landi.

Hvað er það sem flækist fyrir löggæsluyfirvöldum? Er það hræðsla við að brjóta reglur ESB? Eða kannski hræðsla að fá á sig rasista stimpil frá góða fólkinu? Af hverju er öllu genginu, hátt í 20 manns sem talið er að hingað sé komið til að ræna og rupla, ekki vísað umsvifalaust úr landi?Hver ræður eiginlega hér á landi? Erum það við eða ESB?

Við eigum nóg með okkar innlendu glæpamenn og glæpahópa. Þurfum við að flytja þá inn líka?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR