Almenningur spyr hverjir sköpuðu aðstæðurnar: Morð, mansal og skipulögð glæpastarfsemi hér á landi

Ritstjórnin skrifar: Greinilegt er að almenningur hér á landi er að hrökkva upp við vondan draum. Þannig lítur það að minnsta kosti út þegar athugasemdir netverja eru skoðaðar við fréttir af morðinu í Rauðagerði. Ástand sem margir vilja meina að hafi verið fyrirséð frá inngöngu Íslands í Schengen og EES er að koma upp á yfirborðið. Margir benda á ástandið í Svíþjóð sem er alveg hryllilegt ef marka má lýsingu íslendinga sem þar búa og hafa búið. Þar ráða erlendar glæpaklíkur heilu hverfunum og lögreglan hefur ekki lögsögu yfir þeim hverfum. Ríkisstjórn sósíalista hefur alla tíð setið hjá og sussað á þá sem hafa varað við því ástandi sem nú er orðið að daglegu lífi í Svíþjóð. Morð og skotárásir eru nánast daglegt brauð.

Það sem vekur athygli í þeirri umræðu sem nú virðist vera að fara af stað um þessi mál hér á landi er að augu fólks beinast að þeim sem sagðir eru „eiga sök“ á að skipulögð glæpastarfsemi og mansal virðist blómstra í samfélaginu og lítið hefur verið gert til að spyrna á móti. Í þessu sambandi eru flokkar sem aðhyllast ESB og opin landamæri helst nefndir. Oftast eru nefndir stjórnleysingjarnir í Pírötum, ríka fólkið í Viðreisn, sósíalistarnir í Samfylkingunni og kommúnistarnir í Vinstri grænum. Sjálfstæðisflokknum og Framsókn hafa heldur ekki verið vandaðar kveðjurnar. Það var undir stjórn þessara flokka sem þjóðinni var böðlað í óþökk hennar inn í Schengen og EES. Inn í Schengen þrátt fyrir miklar og réttmætar aðvaranir þjóðþekktra íslendinga úr öllum flokkum og stéttum um það glæpaástand sem hér gæti myndast við inngönguna og er nú orðin staðreynd.

Forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, var afhentur undirskriftalisti 30 þúsund kosningabærra manna þar sem hún var beðin um að skrifa ekki undir lög um staðfestingu á EES samningnum og vísa honum þar með til þjóðarinnar. Hún gerði það ekki. Báðir þessir samningar eru án nokkurs efa brot á stjórnarskrá Íslands. En ekki virðist vera með nokkuru móti fyrir venjulega almennaborgara þessa lands að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort svo sé eða ekki.

Tala fyrir opnum landamærum – vilja milljónir innflytjenda

Félagar í Samfylkingunni og Vinstri grænum hafa lýst þeirri skoðun sinni að við „þurfum“ að flytja hér inn milljónir hælisleitenda. „Það verður svo gott fyrir efnahaginn!“ fullyrða þeir.

Eins og bent hefur verið á – á vefsíðu eins stjórnmálaflokksins, sem reyndar ekki ennþá hefur tekist að ná mönnum á þing – þá skrifast sú þróun sem lengi hefur verið varað við ekki síður á hendur stóru íslensku fjölmiðlana (sem og fjórflokkinn) sem af algjöru ábyrgðarleysi hafa lofsamað opin landamæri og lagst á árarnar með samtökum sem margir skilgreina sem hryðjuverkasamtök, NO BORDERS, í árásum á lögregluna og grafið undan trausti hennar við hvert tækifæri. Skal þar sérstaklega (og enn og aftur) nefndur ríkisfjölmiðillinn RÚV. Frá mótmælum gegn brottvísunum hefur RÚV oft haft beinar útsendingar eins og um stórkostlegan fjölmennan pólitískan stórfund sé að ræða. Og svo þegar útsendingin byrjar er bara ein hræða á staðnum sem svo er haft viðtal við og gert mikið úr.

Að sama skapi hafa þessir fjölmiðlar ráðist með óþverraskap á alla þá sem krefjast þess að skrúfað verði fyrir hælisleitendastrauminn og hæðst að varúðarorðum um að það ástand sem raungerðist í morðinu í Rauðagerði væri hér í uppsiglingu.

Í Morgunblaðinu í gær vitnuðu Staksteinar í pistil sem skrifaður er af Páli Vilhjálmssyni blaðamanni sem bendir á ábyrgðarmennina í stuttri og hnitmiðaðri greiningu. Ástæða er til að taka undir með Páli þegar hann segir, og hittir naglann á höfuðið, að það þurfi að hafa auga með málpípum talsmanna glæpavæðingarinnar á Alþingi.

„Um leið og lögreglan fær styrk til að verja landið
ásókn erlendra glæpagengja þarf almenningur að hafa auga með talsmönnum glæpahópa á Alþingi. Málpípur glæpavæðingar kynna sig ekki sem slíka. Þeir fara fjallabaksleið, tortryggja störf lögreglunnar annars vegar og hins vegar krefjast opinna landamæra til að misindismenn geti vaðið inn í landið á skítugum skónum. Það stendur upp á Alþingi að samþykkja lög með ótvíræðri heimild yfirvalda að vísa úr landi útlendingum sem setjast hér að til að stunda glæpi. Hvers vegna skyldi það ekki hafa verið gert?“

Svo mörg voru þau orð Páls Vilhjálmssonar. Svo satt og rétt. Þetta er fólkið sem ber ábyrgðina á glæpavæðingu landsins.

Mikil þröf verður á að auglýsa þetta vel og rækilega í umræðunni fyrir næstu alþingiskosningar og ekki síður krefja talsmenn glæpavæðingarinnar skýrra svara hvað þeim gengur til.

Í pistli sem dreift hefur verið af vef Þjóðfylkingarinar er bent á að dómsmálaráðherra sem kemur úr Sjálfstæðisflokknum, sé með í smíðum frumvarp sem segir að barnabrúði verði ekki viðkennt hér á landi og samtímis hefur hún gefið út yfirlýsingu um að nú verði farið í að uppræta erlend glæpasamtök hér á landi. Hvoru tveggja má gera ráðfyrir að verði henni erfitt þegar talsmenn glæpahópanna á Alþingi fara að flækjast fyrir málinu sem mest þeir meiga í nafni mannúðar og baráttu gegn rasisma. Í Danmörku reyndi ráðherrann Inger Støjberg að setja fram skýr markmið gegn barnabrúði sem aðalega tíðkast í íslam, en hún var hrakin úr embætti og verður dregin fyrir dóm af fólki sem sakar hana um rasisma og mannréttindabrot.

Það er eðlilegt að spurt sé hvort búast megi við að vinstrimenn á Íslandi rotti sig saman og nái að hrekja Áslaugu dósmsmálaráðherra úr embætti líkt og þeim dönsku tókst í Danmörku? Og allt undir slagorðum um frelsi og mannúð.

Það er algjörlega nauðsynlent að sú umræða fari fram hér á landi í aðdraganda næstu kosninga hverjir það eru sem bera ábyrgðina á því að Ísland er orðin útflutningsmiðstöð fyrir eiturlyf. Hér hafi mansal náð fótfestu og það á vegum skipulagðra erlendra glæpasamtaka sem lögreglan viðist vita hvar halda sig en skortir heimildir til að taka höndum og vísa þegar í stað úr landi.

Hver ber ábyrgðina á því? Er það ekki augljóst?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR