Biðu í 55 klukkustundir við hlið látinna foreldra

Foreldrar þriggja ungra barna á misstu stjórn á bifreið sinni í Vestur-Ástralíu með þeim afleiðingum að foreldrarnir létust samstundis.

Börnin þrjú komust lífs af og nú er sú elsta – fimm ára stúlka – hrósað fyrir hetjulega viðleitni sína. Land Rover fjölskyldunnar hafði oltið á hvolf en stúlkunni tókst að losa sig og tvö systkini sín úr öryggisbeltunum. Fréttastofan AP greinir frá.

Börnin biðu í 55 klukkustundir í 30 gráðum við hlið látinna foreldra sinna þar til vinir fjölskyldunnar komu að þeim á slysstaðnum.

Börnin voru inni í bílnum þegar þau fundust. Þeim var flogið á Perth barnaspítalann til aðhlynningar og líðan þeirra er stöðug.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR