Verktakar vilja ekki ryðja snjó fyrir borgina

Alexandra Briem forseti borgarstjórnar hefur verið ákaflega hissa á því að það séu ekki mörg snjóruðningstæki að ryðja á götum borgarinnar. Borgin reiðir sig á verktaka smáa sem stóra til að sjá um snjómokstur.

Ófærðin sem hefur verið í borginni undanfarið hefur valdið úlfúð meðal borgarbúa og stólpa grín hefur verið gert að skipulagsleysinu í stjórnkerfi borgarinnar  sem reyndar er engin nýlunda.

Verktaki sem hefur séð um snjómokstur fyrir borgina hringdi inn á bylgjuna og útskýrði hversvegna svo fáir sjálfstæðir verktakar brugðust kalli borgarinnar að koma og ryðja þegar allt snjóaði á bólakaf.

Ástæðan er að litlir verktakar hafa slæma reynslu af því að sjá um snjóruðning fyrir borgaryfirvöld. Borgin greiðir enga reikninga á réttum tíma og sé sendur reikningur í janúar fæst hann líklega greiddur í mars eða apríl og þá helst eftir að reikningurinn hefur verið settur í innheimtu. Þá er borgin svo ósvífin að þá er reikningurinn greiddur en án vaxta og kostnaðar. Fæstir reyna að ná inn vöxtum og kostnaði því þá má búast við að fá ekki frekari verk á vegum borgarinnar.

Því er svo komið að margir verktakar eru einfaldlega hættir að vinna fyrir borgaryfirvöld.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR