Svíþjóð: Meðlimir glæpagengja innflytjenda taka hver annan af lífi

Danir eru farnir að hafa verulegar áhyggjur um að það ástand sem ríkir í Svíþjóð sé farið að teygja sig yfir landamærin til Danmerkur. Íslendingar hafa fengið nasaþefinn af skotárásum skipulagðra glæpasamtaka sem stjórnað er erlendis frá og skipuð erlendum glæpamönnum sem sótt hafa hér meðal annars um hæli eða koma hingað á löglegan hátt í gegnum Schengen. Í Svíþjóð hafa aldrei verið fleiri skotárásir af völdum glæpagengja innflytjenda og aftökur með skotvopnum..

Ein af ástæðunum fyrir metfjölda skotárása er sú að viðbúnaðurinn fyrir ofbeldi í sænska klíkuumhverfinu er orðinn mun meiri, segir fréttaritari TV 2.

Þegar 2022 er senn á enda getur Svíþjóð litið til baka um eitt ár með metfjölda af aftökum með skotvopni.

Samkvæmt sænska fjölmiðlinum TT hafa 62 manns fallið í skotárásum það sem af er ári – fyrst og fremst í tengslum við átök glæpahópa í innflytjendasamfélögum.

Það eru ekki meira en tíu ár síðan Svíþjóð var hlutfallslega í hópi þeirra ríkja í Evrópu sem voru með fæstar skotárásir. Árið 2012 létu 17 manns lífið í skotárásum í Svíþjóð.

Gengi hafa orðið ofbeldisfyllri

Ein af ástæðunum fyrir metfjölda skotárása er sú að viðbúnaður glæpahópa fyrir ofbeldi í sænska klíkuumhverfinu er orðinn mun meiri. Þetta segir fréttaritari TV 2 á Norðurlöndum, Jesper Zølck, okkur.

– Áður fyrr gæti meðlimi í öðru gegni hafa verið refsað með barsmíðum eða skoti í fótinn, en nú eru gengin í miklu meira mæli farin að drepa. Þetta er það sem við höfum séð fjölmörg dæmi um – afgerandi aftökur á meðlimum á milli gengja sem takast á um völd, segir Jesper Zølck.

Svíar hafa viðurkennt klíkuvandamál sín of seint og þess vegna er erfitt fyrir lögregluna að takast á við þetta.

Þetta segir Poul Kellberg, afbrotafræðingur og forstjóri samtakanna Comeback:

– Þessi litlu samfélög, oft innflytjenda, loka sig af og taka upp sínar eigin réttarreglur. Þessi samfélög samanstanda oft af annari og þriðju kynnslóð af ungu fólki sem hefur ekki fundið sjálft sig og hefur miklar áskoranir – þar á meðal fíkn og heimilisleysi. Og svo myndast einhver tengslanet, þar sem þetta fólk verður meira og meira fráhverft gagnvart samfélaginu sem við hin erum hluti af.

Ný borgaraleg stjórn bregst við

Ein af aðgerðum sænskra stjórnvalda er nýr öryggispakki sem kynntur var skömmu fyrir jól.

Það þarf meðal annars að veita lögreglu auknar heimildir til að setja upp tímabundin heimsóknarsvæði, svæði sem lögreglan hefur sérstakt auga með, til að berjast gegn glæpasamtökum.

Í öryggispakkanum er einnig gert ráð fyrir að fólk eigi að geta borið nafnlaust vitni fyrir dómi, svo það geti deilt upplýsingum á öruggan hátt.

Skoða þarf tillögurnar í pakkanum á komandi ári hvort þær geti orðið að veruleika segja talsmenn stjórnvalda.

Ríkislögreglustjóri varað við sömu þróun á Íslandi

Ríkislögreglustjórinn á Íslandi hefur núna í nokkur ár varað við að þessi þróun sé viðbúin hér á landi og hafa atvik á árinu rennt stoðum undir þessi varnaðarorð. Hér eins og í Svíþjóð virðast þessir hópar einkum skipaðir innflytjendum eða afkomendum innflytjenda.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR