Hékk á merkjabauju í tvo daga

Sjómaður, sem hafði fallið af bát sínum undan strönd Brasilíu, fannst hangandi upp á merkjabauju.

David Soares, 43 ára, var bjargað af félaga tveimur dögum eftir að bátur hans fannst á reki í Atlantshafi.

Hann sagði við staðbundna fjölmiðla að hann hefði fallið af fiskibát sínu og synt í fjórar klukkustundir áður en hann rakst á duflið sem honum tókst að klifra upp á.

Hann hefur verið meðhöndlaður vegna ofþornunar og er farinn að veiða aftur.

Soares hafði lagt af stað á eigin vegum frá Atafona-ströndinni í norðurhluta Rio de Janeiro fylkisins 25. desember til að veiða þegar hann rann af bátnum.

Hann sagði við G1 fréttasíðuna í Brasilíu að „fyrstu 10 mínúturnar hafi verið erfiðastar vegna þess að ég vildi komast aftur að bátnum hvað sem það kostaði“ en að straumurinn hafi verið of sterkur og hann gat ekki náð honum.

Þegar hann áttaði sig á því að hann myndi ekki geta komist aftur að bátnum sínum, fór hann úr skyrtunni og buxunum því þær voru að þyngja hann og lét sig reka.

„Það var hvasst… svo ég ákvað að láta mig bera með straumnum til að nota minni orku,“ sagði hann.

Eftir fjórar klukkustundir náði hann merkjabauju nálægt höfninni í Açu, sem hann klifraði upp á. „Ég hélt að ég myndi deyja úr kulda áður en einhver hjálp kæmi,“ rifjaði hann upp.

Eftir tvo daga kom einn af veiðifélögum hans auga á hann. Sá hafði lagt af stað til að leita að honum eftir að fjölskylda hans hafði verið farin að óttast um hann.

Í myndbandi sem björgunarmaður hans tók upp á leiðinni til baka var Soares hress, brosandi og að grínast. Hann sagði síðar blaðamanninum João Villa Real að hann hafi orðið mjög tilfinningaríkur þegar hann sá viðbrögð þeirra sem fundu hann: „Þeir fóru allir að gráta.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR