Bolli í 17 skammar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu – Vísir tekur upp hanskann fyrir borgarstjóra

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum gagnrýnir Bolli Kristinsson athafnamaður Dag B. Eggertsson borgastjóra Reykjavíkur harðlega í tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag.

Vísir telur sig  þurfa að verja borgastjórann en í stað þess að greina bara skýrt og skilmerkilega frá umkvörtunum hans, þá tekur blaðamaður Vísir upp hanskann fyrir borgarastjórann og ver hann lið fyrir lið. Eðlilegra hefði verið að hafa samband við borgarastjóra og spyrja hann álits. Kannski er hann sammála mörgum umkvörtunaratriðum eða getur leiðrétt misskilning.

Bolli talar um „draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda“ og er þar að vísa til Laugarvegar.  Vísir vísar þá til könnunnar þar sem borgarbúar virðast almennt vera ánægðir með að verslunargatan sé breytt í göngugötu en minnist ekki einu orði á flótta verslana úr miðborginni og sérstaklega af Laugarveginum. Mikill meirihluti kaupmanna hafa mótmælt götulokunum í fjölda mörg ár.

Sjá hér slóð: https://www.frettabladid.is/frettir/er-thetta-framtidin-er-thetta-thad-sem-vid-viljum/ , einnig hér: https://www.dv.is/eyjan/2019/03/18/motmaela-lokun-gatna-midbaenum-hafa-skadad-rekstur-okkar-verulega/

Bolli heldur áfram: Þar á meðal séu „skólamálin hneysa [sic] hvarvetna“ og kostnaður við Mathöll á Hlemmi hafi farið 79 prósent fram úr áætlun segir Vísir en hunsar eigin frétt sem segir Mathöllin við Hlemm þrefalt dýrari en fyrst var reiknað með, sjá hér slóð: https://www.visir.is/g/2018180709366

Bolli segir Borgarlínuna jafnframt eina af mörgum mistökum borgarstjórnar. „Borgarlínan – sem enginn veit hvað er – nema hvað hún á að kosta á annað hundrað milljarða hið minnsta. Þessu sukki var fagnað með sérstakri veislu borgarbrodda sem skattgreiðendur voru látnir greiða hálfa milljón króna fyrir.“ Vísir tekur upp hanskann enn á ný: ,,Það liggur þó nokkuð skýrt fyrir hvað hin umdeilda Borgarlína er í raun og veru. Á heimasíðu verkefnisins segir: „Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum (BRT) sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum.“ Og segir borgarlínuna vera vinsæla hjá borgarbúum. En er hún svo? ,,45% eru hlynntir borgarlínu“ samkvæmt könnun sem Maskína framkvæmdi í júlí 2018. Sjá slóð: https://www.vb.is/frettir/45-eru-hlynntir-borgarlinu/148406/?q=K%C3%B6nnun

Borgarlínan hefur verið mjög gagnrýnd af sérfræðingum sem sumir hverjir vilja fara hægar í sakir, einkum vegna tæknibreytinga sem ljóst er að muni umbreyta samgöngur í náinni framtíð og má þar nefna sjálfkeyrandi bifreiðar.

Um 4% höfuðborgabúa nota samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins og er hér átt við strætisvagnasamgöngur. Dregið er í efa af mörgum sem hafa þekkingu á þessum málum að mikil fjölgun verði í notkun samgöngutækja þrátt fyrir tilkomu borgarlínu og hvort það svari kostnaði að fara í tug eða hundruð milljarða verkefni, aðeins til að hækka um nokkur prósentustig þeirra sem taki strætó. Sumir segja að það verði mikil halli á henni frá upphafi og hver á að borga?

Vísir tók ekki fleiri umkvartanir Bolla fyrir en klikkti út með að benda á þá staðreynd að hann hafi lengi gegnt trúnaðarstörfum í Sjálfstæðisflokknum en hafi sagt sig úr flokknum. Hvort að viðkomandi hafi flokkskírteini eða ekki, skiptir ekki máli í þessu samhengi og allir hafa rétt á að kvarta.  Það má benda á annað sem Vísir tók ekki fyrir en það er að borgarsjóður er tæknilega gjaldþrota en borgarstjórn ætlar samt að fara út í svona samgönguævintýri og láta bílasamgöngur, sem meirihluti íbúa höfuðborgarsvæðisins notar, sitja enn og aftur á hakanum.

En hvað segir borgarstjórinn sjálfur?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR