Schengen samkomulagið á tímamótum

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins lýsti yfir nýverið að sambandið ætli að afnema  Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar sem er fasttengd Schengen-samkomulagið. En hvað er Dyflinnarreglugerðin og Schengen-samkomulagið?

Á Evrópuvefnum segir: ,,Dyflinnarsamstarfið er einn liður í Schengen-samstarfinu og snýr að málsmeðferð í málefnum hælisleitenda. Því er ætlað að koma í veg fyrir að ríkisborgari þriðja ríkis ferðist á milli Schengen-landanna og sæki um hæli í hverju ríki…Dyflinnarreglugerðin, með síðari breytingum, felur í sér viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða Schengen-ríki beri ábyrgð á meðferð hælisumsóknar sem einstaklingur leggur fram í einu aðildarríkja Schengen-svæðisins. Þannig er stjórnvöldum heimilað að senda viðkomandi hælisleitanda aftur til þess Schengen-ríkis sem hann kom fyrst til.

Síðan hefur reglugerðin verið breytt á ný og nú beinst að Grikklandi, því að þar er bætt við að ,,ekki megi senda hælisleitanda aftur til ríkis þar sem hætta er á að hann sæti ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð og bann hefur verið lagt við flutningum hælisleitenda til Grikklands næstkomandi tvö ár. Hægt er að áfrýja öllum ákvörðunum um flutning og á meðan beðið er eftir niðurstöðu í slíkum áfrýjunarmálum hefur hælisleitandi rétt á að vera áfram í því ríki sem hann er staddur þá stundina.“

Þá er að svara seinni spurningunni; hvað er Schengen-samkomulagið? Á vef Stjórnarráðs Íslands segir að Schengen-samstarfið nái til 26 ríkja. Þau eru EFTA ríkin Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss, og 22 ríki innan Evrópusambandsins: Austurríki, Belgía, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Lettland, Litáen, Lúxemborg, Malta, Pólland, Portúgal, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Ungverjaland, Tékkland og Þýskaland. Sem stendur nær samstarfið ekki til fimm af 27 aðildarríkjum ESB: Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Írlands og Rúmeníu.

Jafnframt segir á vefnum að ,,Schengen-samstarfið felst í grundvallaratriðum í tvennu. Annars vegar afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-landanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felst einkum í samvinnu evrópskra lögregluliða, til að tryggja öryggi borgara á Schengen-svæðinu. Með afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkjanna er ætlað að greiða fyrir frjálsri för fólks innan Evrópusambandsins, en frjáls för fólks er einn liður í fjórfrelsi innri markaðar Evrópusambandsins sem Ísland gerðist aðili að með EES-samningnum.“

Ljóst er að Schengen-samkomulagið er mjög óvinsælt á Íslandi, þrátt fyrir háværar raddir fámenns aðgerðasinna á vinstri væng stjórnmálanna sem ná inn í raðir VG og Samfylkingarinnar og jafnvel Pírata. Almenningi er ljóst að landamærin eru galopin, jafnvel í COVID-ástandi þar sem flug hefur legið að mestu niðri. Hingað hefur sótt hundruð manna á fáeinum mánuðum, flestir með engan tilkallsrétt til að fá stöðu flóttamanns.

Sjá má þetta í skoðunarkönnun Útvarps sögu en á vef stöðvarinnar segir að afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu telja að Ísland eigi að segja sig úr Shengen eða 89,7%.

Tvær spurningar vakna, sem reynst hefur verið erfitt að fá svör við. Hver er kostnaðurinn við móttöku alls þessa fólks og er almenningur sáttur við að greiða reikninginn? Hin spurningin tengist Schengen-samkomulaginu en margir spyrja  sig, sem þurfa ávallt að reiða fram vegabréf eða hafa það á sér, hvers vegna skilríkjalaust fólk geti komist til landsins?

Allir Íslendingar hafa orðið var við að þeir, sama hvaða flugfélag þeir taka til landsins, hafa þurft að reiða fram vegabréf við innritun og þar sem er sjálfsafgreiðsla, að skanna vegabréfið.  Ef raunin er að fólk sem kemur hingað á fölskum forsendum og hendir vegabréfin á leið til Íslands, er ekki hægt að nálgast skannað vegabréf? Hver er ábyrgð flugfélagana að koma hingað með fólk sem gæti jafnvel verið stórhættulegt?

Ástæðan fyrir að hælisleitendur koma ekki með flugi til Evrópu, er einmitt ábyrgð flugfélagana í þessu sambandi og sektarákvæði og því leita þeir út á hættulegt Miðjarðarhaf. Hingað kemur fólkið með næsta flugi og stundum í stórum stíl frá Austur-Evrópu. Myndi vandinn ekki hverfa að mestu ef flugfélögin þurfa að borga háar sektir fyrir að gæta að flugöryggi sínu og öryggi Íslands?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR