Póstatkvæðagreiðsla og kosningasvik

Mikið er nú deilt um framkvæmd forsetakosninga í Bandaríkjunum sem eiga að fara fram 3. nóvember næstkomandi. Demókratar vilja leyfa svo kallaða póstatkvæðagreiðslu og það í miklu mæli.  Talið er að tugir milljóna atkvæða gætu borist inn með þessum hætti og nefndar hafa verið tölur frá 50 milljónum til 80 milljóna.

Það er því ljóst að þessi kosningamáti mun hafa áhrif á kosningarnar. Áður en lengra er haldið, er rétt að reyna að skilja þetta kosningafyrirkomulag. Þetta er ekki eins og á Íslandi, utankjörstaðaatkvæðigreiðsla þar sem hægt er að kjósa, undir ströngu eftirliti og framvísun skilríkja á ákveðnum kosningastöðum nokkrum vikum fyrir kosningar. Nei, nú eiga kjósendur að geta sent kjörseðila sína í pósti.

Lítum á skilgreiningu Wikipedia á póstatkvæðagreiðslu. ,,Póstatkvæðagreiðsla í Bandaríkjunum, einnig kölluð atkvæðagreiðsla með pósti eða atkvæði með pósti, er ein tegund fjarstaddra atkvæðagreiðslna í Bandaríkjunum, þar sem atkvæðagreiðsluseðill er sendur heim til skráðs kjósanda, sem fyllir hann út og skilar honum í pósti eða lætur í eigin persónu í öruggan dropkassa eða til kosningamiðstöðvar. Póstatkvæðagreiðsla dregur úr kröfum á fjölda starfsmanna á kjörstöðum meðan á kosningum stendur. Í sumum ríkjum er heimilt að senda atkvæðaseðla af póstþjónustunni án fyrirframgreiðslu póstsendingar.“

Þetta lítur vel út á yfirborðinu en á þessu eru margir hnökrar.  Rannsóknir sýna að framboð póstkosninga eykur kjörsókn en einnig líkur á svikum. Það er ljóst að margir vilja svindla í þessum kosningum og þar koma erlend ríki, sum fjandsamleg, við sögu. Þess er skemmst að minnast meintan stuðning Rússa við forsetaframboð Donalds Trumps og bandaríska stjórnkerfið hefur deilt um og hefur enn ekki lokið þeirri umræðu. Ákveðin stjórnkreppa varð út af þessu máli. Forsetinn hefði getað hröklast úr embætti ef sannað hefði verið sekt, sem var ekki. Bandaríska stjórnkerfið hefði lent í algjöri upplausn og óeirðirnar sem nú standa yfir, verið eins og friðsöm mótmæli í samanburði.

Repúblikanar segjast ekki vera á móti utankjörstaðagreiðslu en telja að hægt sé að tryggja öryggi þeirra sem mæta á kjörstað með viðeigandi hætti. Þetta sannaðist hér á Íslandi og gengu íslensku forsetakosningarnar vel fyrir sig.

En það að treysta því að sá sem sendir atkvæðaseðil sinn í pósti, sé raunverulega sá sem hann segist vera, það kann að reynast snúnara að sanna. Hver skrifar á atkvæðaseðilinn og lætur hann í dropkassa? Engin skilríki sýnd og treyst er á að póstþjónustan í Bandaríkjunum geti afgreitt tugi milljóna atkvæðiseðla á réttum tíma. Forstjóri póstþjónustu Bandaríkjanna hefur þegar lýst yfir áhyggjum sínum og telur líkur á seðlarnir berist ekki allir í hús á réttum tíma.

Upp getur komið sú staða, að niðurstöður kosninganna þann 3. nóvember fáist ekki um nóttina, eins og venjan hefur verið, heldur vikum og jafnvel mánuðum síðar.  Upp rennur stjórnkreppa, þar sem báðir forsetaframbjóðendurnir halda því fram að kosningaframkvæmd hafi verið gölluð og véfengja niðurstöðuna. Þetta er fyrirsjánlegt og hægt er að koma í veg fyrir.  

Forsíðumynd er fengin af vef BBC.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR