Huginn hefur enga skoðun á máli egypsku fjölskyldunnar sem hefur verið þrætuepli í íslensku samfélagi, þökk sé atbeina íslenskra fjölmiðla. Útlendingastofnun vinnur hvert mál út af fyrir sig og á að gera það samkvæmt íslenskum lögum.
Það sem hins vegar stingur í augun hvað varðar það mál, að kærunefnd Útlendingastofnunar, virðist ekki geta farið eftir íslenskum lögum. Að sumir geti, með því að brjóta lög, geti breytt úrskurði til þess gerðra yfirvalda og það að þrýstihópur vinstri öfgamanna, sem væntanlega er fámennur en hávær, geti þvingað stjórnvöld til að gefa eftir. Að sömu reglur og lög gildi ekki fyrir alla.
Það eru ófáir Íslendingar sem hafa glímt við kerfið svokallaða og tapað. Það hefur reynst vera ómannúðlegt á köflum og ekki hlustað á andmæli. Fátækir Íslendingar, öryrkjar og atvinnulausir og aðrir, hafa þurft að sæta kjaraskerðingar og ölmusu og gert sér að góðu sem þeim er rétt. Þeir sem hafa reynt að mótmæla þessu, hafa verið hunsaðir eða hrópaðir niður.
Af hverju gilda aðrar reglur fyrir þessa afskiptu hópa samfélagsins en sérstakar reglur fyrir útlendinga sem koma hingað til lands, oft ólöglega og brjóta lög og reglur að eigin hentugleika? Með lögum skal land byggja, ekki satt?
Þegar búið er að ,,leysa” þetta mál í fjölmiðlum, hvað um framhaldið? Hver man eftir albönsku fjölskyldunni með veik barn sem kostar 40 milljónir á ári að meðhöndla? Ekkert heyrst af þeirri fjölskyldu síðan þau fengu send vegabréf í pósti frá Alþingi Íslendinga. Þarf ekki líka að spyrja um kostnað og framhald málsins? Fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi er oftast í skötulíki. Málin aldrei krufin til botns.