Álitsgjafar RÚV

Það hefur ekki farið framhjá áhorfendum RÚVs að fréttastofa ríkisins styðst við álitsgjafa þegar leitað er álits á pólitískum álitaefnum. Þegar greina á stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum er yfirleitt eða alltaf leitað til Silju Báru Ómarsdóttur sem íslenskur alþjóðastjórnmálafræðingur og prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.  Það fer heldur ekki framhjá neinum að hún er enginn aðdáandi Donalds J Trumps og hefur oft greint stjórnmálaástandið í BNA öðru vísi en frá hægri sjónarhorni.

Kíkjum á annan álitsgjafa, Magnús Þorkell Bernharðsson, sem er Brown-prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskólann í Bandaríkjunum, hann er heldur enginn aðdáandi Donald J Trumps, a.m.k. gaf hann lítið út á friðarsamkomlag Sameinuðu arabísku furstadæmanna við Ísrael.

Nú hefur Barein bæst við og nú er spurning hversu mörg Miðausturlönd þurfa að bætast á listann yfir ríki sem semja frið við Ísrael til að hann telji það vera sögulegt?  Hann sagði að fyrrgreindur friðarsamningur væri ekki sögulegur. Hvað er þá sögulegt? Donald J. Trump er tilnefndur til Nóbel friðarverðlaunana vegna þessa samninga, er það ekki sögulegt?

Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir fréttastofu RÚV að álitsgjafar hennar greina ástandið rangt og því ætti að vera spurning hvort hún leiti ekki til annarra? Annað er að álitagjafar hennar virðast vera einsleitur hópur, oftast vinstri sinnaðir prófessorar sem eru ekki hrifnir af Bandaríkjunum, sérstaklega þegar Repúblikani er við stjórnvölinn. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR