Kórónaveiran á Íslandi: „Er þetta eitthvert grín?,“ spyr Ólína Þorvarðardóttir

Fleiri og fleiri Íslendingar furða sig á viðbrögðum sóttvarnalæknis og landlæknis fyrir hönd stjórnvalda vegna kórónaveirunnar. Á sama tíma og Íslendingar eru um það bil að setja heimsmet í smitum halda yfirvöld áfram að tala niður hættuna á smitum hér á landi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður er nokkuð hvöss, í pistli sem hún setur á fésbóksíðu sína, og ekki að undra að mati margra.

Hún bendir á að á sama tíma og hér lenda flugvélafarmar af ferðamönnum frá smituðum svæðum í heiminum þá er Íslendingum sem koma frá sömu svæðum gert að fara í sóttkví. En ferðamennirnir fá að spóka sig um.

Hún nefnir orðið „ráðaleysa“ þegar kemur að gagnrýni á heilbrigðisyfirvöld eins og svo margir Íslendingar aðir gera á netinu. 

Hér virðist ríkja algjört ráðaleysi hjá stjórnsýslunni sem hlýtur að vera á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og ráðherranna sem fara með veggjum þessa daganna og heyrist lítið eða ekkert frá vegna hugsanlegs veirufaraldurs innanlands að mati margra.

Á þetta bendir Ólína í beittum pistli sínum:

“Varla gerlegt” segir sóttvarnarlæknir og þess vegna “ómarkviss” aðgerð!? Á sama tima er almenningur hvattur til að sýna “samfélagslega ábyrgð”!? Þetta hlýtur að vera grín.


Er þetta eitthvert grín? Eigum við að trúa þessu?

“Varla gerlegt” segir sóttvarnarlæknir og þess vegna “ómarkviss” aðgerð!? Á sama tima er almenningur hvattur til að sýna “samfélagslega ábyrgð”!? Þetta hlýtur að vera grín.

Ferðamenn frá áhættusvæðum fá semsagt að fara inn á veitingahúsin, í verslanirnar, og sækja sýningarsalina … þeir mega m.ö.o vera allstaðar í almannarýminu …. en íslenskir ríkisborgarar sem eru að koma frá sömu svæðum eru sendir i sóttkví. Hvaða VÍSINDI liggja að baki svona ráðaleysi? 

Hvaða heilvita manni dettur það í hug að hægt sé að fara hálfa leið í þessu?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR