16 staðfest smit á Íslandi – Eru aðgerðir stjórnvalda nægjanlegar?

“Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi.” Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnvalda.  Öll smitin megi rekja til ferðlaga til Ítalíu.

Margir hafa gagnrýnt aðgerðir stjórnvalda og telja viðbrögð þeirra fálmkennd. Bent hefur verið á að ferðalangar, virðist bara vera íslenskir en ekki aðrir sem koma frá Ítalíu, séu settir í sóttkví og hún sé ekki upp á marga fiska.

Fólk í sóttkví getur yfirgefið hemili sín að vild og þarf aðeins að halda sig í 2 metra fjarlægð frá öðru fólki. Sumir vilja ganga lengra og setja alla sem grunaðir eru um smit, í einangrun í 1-2 vikur. Þannig megi stöðva faraldurinn, sem kalla megi núna, hér á landi.

„Nú hafa 250 sýni verið tekin samkvæmt fréttum dagsins og 16 manns hafa greinst með veiruna á Íslandi. Fimmtánda hvert sýni hefur reynst smitað sem lætur nærri að vera 7%. Miðað við mannfjölda er smithlutfallið nú, á fyrstu viku sóttarinnar hér á landi, 1/22000. Það er skuggalega hátt.“ Þetta segir dr. Ólína Þorvarðardóttir fv. alþingismaður, á fésbókinni í morgun og hún spyr hvort ekki sé tímabært orðið að íslensk stjórnvöld grípi til viðeigandi ráðstafana. Þetta kemur fram í fréttamiðlinum Viljinn í dag.

Þess má geta að stofnuðu hefur verið Facebook-síða sem kallast ,,Kórónaveiran sem veldur Covid-19“. Þar er hægt að fylgjast með gangi mála.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR