Fjármál ESB í klúðri

Enginn árangur varð á fundi Evrópubandalagsins í þar síðustu viku, en afgreiða átt fjárlög til næstu sjö ára. Vandræðin eru að sjálfsögðu vegna brotthvarfs Breta og þá hvort eigi að skera niður eða auka framlög aðildarlandanna. Aukning framlaga getur ekki orðið hjá þjóðum sem lifa á bandalaginu, nema í formi niðurskurðar, og verður því að segjast frekar dónalegt af þeim að heimta áfram þá styrki óskerta sem þau hafa fengið til þessa. Þetta er ekkert annað en þvingunartilraun til að fá efnameiri þjóðir til að auka framlag sitt. Hinar efnameiri þjóðir segjast hins vegar ekki ætla að borga fyrir tapað framlag frá Bretum. Ágreiningur innan aðildarþjóðanna var það mikill að ekki tókst einu sinni að ákveða næsta fund.

Evrópsambandið vill eyða meira í loftslagsmál, fólksflutninga, tækni og öryggi. Það er skrítið að nota orðin fólksflutingar og öryggi í sömu setningu, nema bandalagið sé búið að ákveða að taka á móti þessum 4 milljónum flóttamönnum sem eru í Tyrklandi. Þess fyrir utan þá er það líka undarlegt að tala um að eyða meira þegar allt stefnir í niðurskurð vegna Brexit.

Bandalagið hafði reyndar vit á að tala um loftslagsmál, en það hefði verið neyðarlegt fyrir þá að tala um umhverfismál þegar þeir stefna að því að skemma Bresk fiskimið um ókomna tíð. Með slíkri hugsun efast maður um að sambandið geti nokkur tíman sannfært almenning um ágæti þess til umhverfismála.

Bandalagið eyðir um 38% af útgjöldum sínum í landbúnað (CAP) og stefnir miðstjórnin á niðurskurð þar. Það fellur ílla í Frakka þar sem refsitollar Bandaríkjann hafa komið ílla niður á Frönskum vínframleiðendum og öðrum Frönskum bændum. Macron gerði fyrir hönd ESB, upphæðarbundinn viðskiptasamning við Kína árið 2019 um t.d. matvæli og orkuverkefni fyrir 13,5 Milljarða evra. Fyrir utan þann samning gerði Airbus í byrjun árs 2019 sölu á 300 flugvélum til Kína að andverði c.a 27 Milljarða evra. Það er undarlegt að ESB skuli síðan veita Airbus opinbera styrki seinna á sama ári (en ekki lán) með nokkurri vissu um að lenda í viðskiptastríði við Bandaríkin, sem það og gerði. Bandaríkin vann málsókn á hendur Evrópusambandinu, sem tekið var fyrir hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og má BNA skattleggja vörur frá ESB fyrir 7,5 Milljarða dollara á ári, sem refsingu, samkvæmt dómnum.

Sala á Airbus flugvélum til Kína er að koma ílla í bakið á Evrópusambandinu

Söluverðmæti þessara 300 flugvéla eru því fokin yfir til Bandaríkjanna, með refsitollum, áður en næsta kjörtímabili Trumps líkur, ef ekki nást viðskiptasamningar milli þessara landa.

Án samnings við Breta stofnar sambandið árlegum 100 Milljarða evra söluhagnaði meginlandsins við Bretland í hættu, sem þeir reyndar missa að einhverju leiti eða að öllu með samningi hvort eð er. Bæði Bretland og Bandaríkin eru ríkar þjóðir og hægt að fá gott verð fyrir söluvörur þar, svo lengi sem markaðir tapast ekki eins og Franskir vínframleiðendur eru hræddum við. Meðal útborguð laun í Kína eru ekki nema um 44% af þeim Frönsku, og verðlag þar því eftir því. Evrópusambandið ætti því að fara varlega í að fagna viðskiptum við Kína, ef það er á kostnað viðskipta við Bretland og Bandaríkin, því það er ekkert fagnaðarefni. Evrópusambandinu veitir ekkert af því að æfa sig í niðurskurði núna, því meira tap er í vændum.

En eins og stendur reyna Frakkar að koma í veg fyrir niðurskurð í landbúnaði á vegum sambandsins. Ef það tekst gæti miðstjórnin orðið að snúa sér að niðurskurði styrkja til hinna fátækari aðildarríkja. Gangi þeim vel.

Þýskir viðskiptajöfrar hafa nú þegar viðrað þann möguleika að yfirgefa sambandið, ef það verður gerður fríverslunarsamningur við Bretland, meðal annars vegna regluverks sambandsins.

En það er bjartsýni að ætlast til þess að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, leiði fram farsæla viðskiptasamninga við Bretland og Bandaríkin, í hag fyrir Evrópusambandið. Þetta er sama manneskjan og skildi við Þýska herinn með ómannaða kafbáta og skotfæri í einn dag, ef á þá yrði ráðist, og er herinn því varla mikið meira en tindátar í dag.

Ursula tekur við Evrópusambandinu á niður leið, en það er einmitt sú leið sem hún þekkir best.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR