Landlæknir getur ekki tekið við tölvupóstum frá kl. 17 í dag

Styrkja þarf öryggi netpósta landlæknisembættisins og því verður ekki hægt að senda pósta á embættið í dag segir í tilkynningu frá embættinu.

Af óhjákvæmilegum ástæðum þarf að styrkja öryggi netpósts embættisins. Því getur embætti landlæknis ekki tekið við tölvupósti frá því kl. 17 í dag og fram eftir kvöldi. Öllum póstum, þar á meðal fyrirspurnum til sóttvarnalæknis, verður svarað á morgun. 

Starfsmenn embættisins munu upplýsa sína lykilsamstarfsaðila um þetta. Ef koma þarf mikilvægum erindum til starfsmanna skal nota síma. Ef koma þarf mikilvægum upplýsingum til sóttvarnalæknis varðandi faraldur COVID-19 er bent á almannavarnir@logreglan.is.

Óskað eftir að þeir sem leita upplýsinga í tengslum við COVID-19 nýti sér upplýsingar á heimasíðu embættis landlæknis Opnast í nýjum glugga áður en erindi um tölvupóst er sent.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR