Landsbankinn segir ráðherra að „halda kjafti“ undir rós

Enn á ný kemur í ljós hversu duglausir íslenskir alþingismenn og ráðherrar eru gagnvart stjórnsýslunni og fyrirtækjum sem eiga að heita í eigu þjóðarinnar. Nú gefa stjórnendur Landsbankanns Alþingi langt nef eða bara ullar á þá. Fjármálaráðherra óskar eftir upplýsingum um málefni SpKef en margir eru þeirrar skoðunar að þar hafi átt sér stað glæpsamlegt athæfi þegar bankinn var gerður upp eftir hrun.

Stjórn Landsbankans sem kosin er af fjármálaráðherra sagði honum undir rós að halda kjafti og vera ekki að skipta sér af þegar hann bað um ákveðnar upplýsingar um málefni SpKef.

Það sama má segja um skattgreiðenda svartholið sem kallað er RÚV. Á þeim vetfangi hefur menntamálaráðherra kallað eftir upplýsingum og fengið sama „haltu kjafti“ undir rós til baka. Ekki nóg með það, heldur hefur ráðherrann þurft að biðja RÚV að fara eftir lögum sem sett voru um stofnunina sem stjórn og starfsfólk hefur einfaldlega hlegið að. Það sama má segja um ríkisapparatið ISAVIA. Þar eins og áðurnefndum dæmum fara menn sínu fram eins og ríkisfyrirtækið sé þeirra eigið vegna þess að fyrirtækin voru sett undir ohf. endinu. Það er löngu komin tími til að stjórnmálamenn sópi stjórnendum þessara opinberu-ríkisfyrirtækja út, ráði nýja, breyti lögum og láti þau heyra undir ráðherra en séu ekki sjálfala í skjóli ohf. og telji sig þar með geta sagt ráðherrum og Alþingi að halda kjafti undir rós þegar beðið er um upplýsingar eða þau vinsamlega beðin um að fara að lögum sem um þau gilda.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR