Fór með börnin til Alsír og kom ekki aftur: Minnir á mál Sophiu Hansen

Hin sænska Miriam Khokhar hefur ekki séð börnin sín í næstum þrjú ár. Fyrrverandi

eiginmaður hennar, sem er alsírskur, fór með þau til Alsír í fríi en þau komu aldrei aftur heim til Svíþjóðar. Baráttan við að koma börnunum aftur til Svíþjóðar er orðin löng martröð.

Miriam Khokhar var gift eiginmanni sínum í næstum tíu ár en vorið 2018 vildi hún skilja.

– Ósk mín var sú að við gætum haft samband sem venjulegt fólk með sameiginlegt forræði yfir börnunum. Getað skilið en gert hluti saman, segir Miriam Khokhar.

Þau skildu og faðirinn fór með börnin sín tvö til heimalands síns Alsír. Miriam hafði engar grunsemdir um að faðirinn væri farinn til að koma ekki aftur, en hélt að það væri gott fyrir börnin að komast burt og eyða tíma með ömmu sinni.

– Það voru stærstu mistök í lífi mínu að láta þá fara því þeir komu aldrei aftur.

Enginn framsalssamningur við Alsír

Faðir barnanna hefur alsírskan ríkisborgararétt og þegar þau komu til Alsír urðu börnin einnig alsírskir ríkisborgarar. Miriam fékk ein forsjá barna í héraðsdómi í Malmö en faðirinn hefur sjálfkrafa orðið forsjá barnanna í Alsír en réttur feðra í svona málum í ríkjum múslíma er nánast algjör en móðir nánast réttindalaus.

Það sem flækir ferli Miriam við að fá börnin aftur er að Alsír hefur ekki fullgilt Haag-sáttmálann, sem þýðir að Svíþjóð getur ekki haft afskipti, en það er Alsír löggjöf sem gildir. Í reynd þýðir þetta að hún verður að sækja um forræði fyrir alsírskum dómstól til að fá börn sín aftur.

– Ég vona að ég fái forræði í Alsír, það er eina tækifærið mitt til að fá börnin aftur. Það er mikilvægt að ég geri það á löglegan hátt og það getur verið að ég verði að bíða þangað til börnin verða 18 ára áður en ég fæ þau heim.

Margar íslenskar konur lent í svipuðu

Svipuð mál hafa komið upp hér á Íslandi. Þekktast er sennilega mál Sophiu Hansen.Margir Íslendingar kannast við mál Sophiu Hansen sem gift var Tyrkneskum manni og áttu þau tvær dætur saman. Hann fór með dæturnar í frí til Tyrklands og kom ekki aftur. Móðirinn háði mjög harða baráttu fyrir íslenskum og tyrkneskum dómstólum til að fá forræðið aftur og fá dæturnar aftur heim til íslands en vegna spilts réttarkerfis í Tyrklandi og að réttur föður í íslam er algjör gafst hún upp eftir margara ára baráttu. Dæturnar voru settar í kóranskóla og heilaþvegnar í anda íslam og seinna giftar tyrkneskum mönnum. Þær neituðu lengi vel að hitta móður sína en þó munu þær hafa á endanum hist einu sinni eftur að dæturnar voru giftar en lítið af þeim að sjá þar sem þær voru klæddar í búrku frá toppi til táar. Önnur dætrana kom seinna til Íslands og grét af gleði við það tilefni eftir því sem segir í frétt visir.is frá árinu 2013. Hún var hér með eiginmanni sínum og tveimur sonum.

Dætur Sophiu. Fyrsta sem faðirinn gerði eftir að hafa svipt þær æskunni og numið þær á brott frá Íslandi til Tyrklands var að senda þær í kóranskóla og gera að strangtrúuðum múslímum og klæða eftir hefð.

AÐRAR FRÉTTIR