Vilja reyna að koma í veg fyrir sölu bankanna

Hópur fólks reynir nú að koma í veg fyrir að hlutur íslenska ríkisins í bönkunum verði seldur en formenn ríkisstjórnarflokkanna virðast vera samstíga í málflutningi á þá leið að nú sé rétti tíminn til þess. Einkum virðist vera horft til þess að selja Íslandsbanka í fyrstu atrennu.

Sá sem leiðir þessa baráttu er Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur en einnig hefur nafn Hildar Sif Thorarensen líka verið nefnt í þessu sambandi.

Skora á forsetann að standa í vegi fyrir sölu

Ætlunin er að reyna að hafa áhrif á forseta Íslands um að hann skrifi ekki undir nein lög sem heimila sölu bankanna og skjóta þeim þar af leiðandi til þjóðarinnar.

Undirskriftasöfnunin fer fram á vefnum synjun.is og hefur slóðinni mikið verið verið dreift  á fésbókinni og skorað á fólk að taka þátt. 

Ekki virðast allir á eitt sáttir um það hvort Guðni Th. forseti muni verða við neinum slíkum áskorunum enda hafi hann sýnt hvar hjarta hans slær í orkupakkamálinu.

Undirrót undirskriftasöfnunarinnar, eða bænaskjalsins, til forseta er hið gífurlega vantraust sem almenningur ber til gömlu hrunsflokkanna og má sjá í athugasemdum bæði þeirra sem standa að söfnuninni og þeirra sem skrifa athugasemdir við áskorunina á facebook að fólk er fullvisst um að til standi að færa bankana aftur til sömu fjárglæframanna og settu landið á hausinn og að í raun eigi að stela þeim enn einu sinni. Og aftur með hjálp spilltra stjórnmálamanna og eru þar helst nefndir til sögunnar Bjarni Benediktsson og Steingrímur J. Sigfússon.

Í áskorun á synjun.is er ákallið til forsetans þannig: 

„Við undirrituð skorum á þig forseta lýðveldisins Íslands Hr. Guðna Th. Jóhannesson að beita málskotsrétti þínum til þjóðarinnar skv. 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og synja staðfestingar á hverjum þeim lögum samþykktum af Alþingi Íslendinga sem fela í sér sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka eða Landsbankanum og vísa þannig lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Rúmlega 81% þjóðarinnar eru jákvæð gagnvart ríkinu sem eiganda banka, sanngjarnast væri því að spyrja þjóðina.Ef til kemur að ekki verði notast við lagasetningu við sölu bankanna skorum við á þig að beita þér gegn sölunni eða krefja ráðamenn um þjóðaratkvæði. Þitt hlutverk er að vernda þjóðina fyrir þeim ákvörðunum Alþingis sem vinna gegn velsæld hennar og sala bankanna er svo sannarlega ein þeirra.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR