Tilkynnti formlega framboð til forseta: Lofar að nota málskotsréttinn

Guðmundur Franklín Jónsson viðskipta- og hagfræðingur tilkynnti formlega um forsetaframboð sitt á blaðamannafundi á fésbókinni núna í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 11.

Guðmundur hélt stutt ávarp og fór yfir helstu stefnumál sín sem forseti nái hann kjöri. 

Vill fjármagna aðgerðir með ríkishappadrætti

Í þeim miklu efnahagsþrenginum sem byrjaðar eru að gera vart við sig vegna veirufaraldursins leggur Guðmundur til að lög um happadrættislán ríkissjóðs verði endurvakin.

„Snérust lögin um að gefa út skuldabréf sem allir Íslendingar gætu keypt og giltu bréfin líka sem happdrættismiði. Hægt var að vinna töluverðar upphæðir út á bréfin en ef kaupandinn datt ekki í lukkupottinn fékk hann upphæðina, sem hann lagði út, endurgreidda að 10 árum liðnum. Var happdrættið hvorki framtalsskylt né skattskylt en peningarnir sem söfnuðust, með sölu þessara bréfa, voru m.a. notaðir til lagningar brúar og vegs yfir Skeiðarársand. Þessi einfalda lausn, sem byggði á samstöðu þjóðarinnar, varð til þess að við Íslendingar fengum hringveginn og gátum keyrt hringinn í kringum landið okkar stórbrotna., sagði Guðmundur í kynningu sinni á blaðamannafundinum. 

Lofar að beita málskotsréttinum

Guðmundur fór yfir hvernig hann ætlar að berjast gegn spillingu og lagði hann við drengskap sinn að orkupakki fjögur og fimm eða aðild að ESB myndi hann aldrei skrifa undir sem forseti og leggja þannig slík mál í dóm þjóðarinnar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR