Sorpa segir upp starfsfólki – Stjórnin lætur starfsfólk fjúka vegna eigin mistaka en ætlar ekki sjálf að axla ábyrgð: Fimm sagt upp í gær

Nokkrum starfsmönnum Sorpu hefur verið sagt upp síðustu daga. Eins og komið hefur fram fór stjórn Sorpu vel yfir miljarð fram úr fjárhagsáætlun á síðasta ári. Stjórnin axlaði ekki ábyrgð en lét framkvæmdastjóra fyrstan taka pokann. Hann sór af sér alla ábyrgð og taldi að stjórn Sorpu væri að varpa af sér ábyrgðinni til að finna leiðir svo stjórnin gæti sjálf setið áfram. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn, Helgi Þór Ingason, og virðist sem dagsskipun hans frá stjórninni sé sú að fara í að reka starfsfólk til að fegra bókhald fyrirtækisins fyrir næsta uppgjör.

Í Skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um stjórnarhætti stjórnarinnar segir að hún hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu nógu vel þegar hátt í tveir milljarðar gleymdust í uppgjöri bókhalds. Í viðtali við fjölmiðla í desember 2020 var formaður stjórnar, Birkir Jón Jónsson inntur eftir því hvort það væri ekki tilefni fyrir stjórnina að axla ábyrgð og segja af sér. Svaraði hann því til að svo væri ekki en stjórnin hefði horft „gagnrýnum augum á sín störf.“ Nú hefur stjórn og nýr framkvæmdastjóri Sorpu gegnið í að moka flórinn eftir sjálfa sig svo laga megi efnahagsreikning fyrirtækisins betur eftir síðustu rekstrarmistök stjórnarinnar og virðist megin hugsunin vera sú að það sé best gert með því að byrja á því að reka „ræstingarkonurnar“ og þá lægst settu í fyrirtækinu. Heimild skinna.is hermir að þeir sem nú hafi verið reknir eigi að baki farsælt, á bilinu 20 til 30 ára, starf fyrir Sorpu. En stjórnin axlar enga ábyrgð eins og svo allt of oft gerist þegar gripið er til hagræðingaraðgerða í stórum fyrirtækjum.

Helgi Þór var ráðin forstjóri Orkuveitunnar tímabundið árið 2010 og gekk þá í umfangsmiklar uppsagnir á starfsfólki sem gagnrýndar voru fyrir hversu ómanneskjulegar þær voru. Í pistli sem Helgi Þór sendi starfsmönnum í gær eru loðin loforð um það ekki verði fleiri sagt upp að sinni. Í pistlinum staðfestir hann að 5 manns hafi verið sagt upp og tekið er fram að þeim sem sagt hafi verið upp séu fólk sem starfaði á aðalskrifstofunni að Gylfaflöt 5.

Ekki virðist inn í myndinni að stjórn Sorpu axli neina ábyrgð en muni í staðin varpa allri ábyrgð á starfsmenn fyrirtækisins miðað nýjustu atburði. 

Í stjórn Sorpu eru:

Birkir Jón Jónsson fyrir Kópavog – formaður
Líf Magneudóttir fyrir Reykjavík – varaformaður
Ágúst Bjarni Garðarson fyrir Hafnarfjörð
Jóna Sæmundsdóttir fyrir Garðabæ
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir fyrir Mosfellsbæ
Bjarni Torfi Álfþórsson fyrir Seltjarnarnes 

Framkvæmdastjóri er Helgi Þór Ingason.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR