Skyldu eftir ógrynni nýtísku vopna: „Allt Biden að kenna“

Það er ekki hægt að segja annað en að sneypulegt undanhald Joe Biden forseta Bandaríkjanna frá Afganistan muni líklega auka á hryðjuverkaógn á Vesturlöndum á næstu árum. Undanhaldið frá Kabúl og öðrum stöðum í landinu var í svo mikilli ringulreið að bandarískiherinn virtist hafa gleymt að eyðileggja eða taka með sér nýtísku vopnabúnað sem lá eins og hráviði út um allt. 

Þingmaðurinn og repúblikaninn Jim Banks birti dæmi um vopn sem fallið hafa í hendur talibana og ISIS hryðuverkasamtakana. Meðlimir þessara hryðjuverkasamtaka keyri nú um götur Kabúl á Ford Ranger, Toyota Land Cruiser og Lexus.

En það sem verra er að þeir hafa komið höndum yfir hergögn að verðmæti 85 milljarða dollara. Þar eru á meðal 75.000 þúsund herbílar, yfir 200 flugvélar og þyrlur og yfir 600.000 vopn. Hann tekur fram að talibanar eigi nú fleiri Blackhawk-þyrlur en 85 prósent annarra landa ráði yfir.

Að auki hafi talibanar allar skjalfestar upplýsingar sem bandaríkjamenn áttu um þá Afgana sem þjónuðu þeim á meðan á hersetunni stóð. Þau skjöl eru nú dauðalisti í höndum talaibana.

Þingmaðurinn endar færslu sína um þetta mál með orðunum: „Allt er þetta Joe Biden að kenna.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR