Leggja til að umsækjendur um ríkisborgararétt þurfi ekki sakavottorð: Helgi Hrafn var ekki á fundinum en skrifar samt undir álitið

Nú liggur fyrir frumvarp um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Í umfjöllun Allsherjar- og menntamálanefndar er lagt til að víkja megi frá kröfunni um að fólk sanni á sér deili meðal annars með því að sýna fram á hreint sakavottorð. 

Í umfjöllun nefndarinnar er því m.a. haldið fram að áður nefnd breyting sé nauðsynleg vegna hælisleitenda sem ekki hafi neina pappíra meðferðis og komi frá löndum þar sem talið sé ómögulegt að leita þeirra pappíra.

Það segir einnig um frumvarpið, sem dómsmálaráðherra leggur fram, að með því skuli auka skilvirkni og gagnsæi og skýrleika laga um íslenskan ríkisborgararétt. Hvernig ákvæði um að fólk þurfi ekki að segja deili á sér við komuna til landsins, og hvernig þær tafir við vinnslu umsókna sem hljótast af því, auki skilvirkni og gagnsæi er ekki útskýrt frekar í greinargerð með frumvarpinu.

Velta má fyrir sér hvaða áhrif þetta muni hafa til mismununar gagnvart Íslendingum sjálfum. Gæti sú mismunun komið upp að íslendingur sem sækir til dæmis um vinnu í ummönnun barna þurfi að sýna fram á sakavottorð en útlendingurinn ekki? Þeir sem standa að þessari breytingu í Allherjar- og menntamálanefnd eru: Páll Magnússon formaður, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Jón Steindór Valdimarsson, Halla Gunnarsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson og Helgi Hrafn Gunnarsson. Helgi Hrafn Gunnarsson var reyndar fjarverandi við umræður og afgreiðslu málsins en skrifar undir eigi að síður og vísar hann í lög um að honum sé það heimilt. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR