Enn ein skotárásin í Kaupmannahöfn: Erlend glæpagengi berjast

Glæpagengi meðlima sem eru af erlendum uppruna halda áfram að vega hverjir aðra í skotárásum víðsvegar í Kaupmannahöfn og nágrennni. Í nótt var ungur maður skotinn í almenningsgarði í bænum Brøndby og var það almennur borgari sem lét lögreglu vita að hann hefði heyrt nokkra skothvelli berast frá svæðinu. Þegar lögregla kom á svæðið fann hún ungann mann sáran og var hann fluttur á sjúkrahús en er ekki í lífshættu.

Fimmta skotárásin í desember

Þetta er fimmta skotárásin í desember á Kaupmannahafnarsvæðinu. Lögreglan telur að þær tengist baráttu glæpagengja sem að mestu eru skipuð innflytjendum og er barist um yfirráðasvæði og eiturlyfjamarkaðinn. Skotárásahrinan hófst 2. desember þegar 17 ára búlgarskur drengur var skotinn á rakarastofu á Islev Torgi í Rødovre. Síðan virðast hafa hafist hefndarárásir þar sem glæpamenn særa eða drepa meðlimi samtaka hvors annars, nú síðast í dag og eflaust ekki sú síðasta að sögn lögreglu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR