Danska ríkisstjórnin tekur á smálánum

Ríkisstjórn Danmerkur hefur náð samstöðu um reglur til að hafa hemil á skyndilánum. Slík lán hafa verið mjög í umræðunni hér á landi og hafa neytendasamtökin beitt sér mjög gegn þessum lánum sem hafa fest fólk í skuldafeni enda vextir á þeim sannkallaðir okurvextir og geta numið fleiri hundruð prósentum á ári.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að koma í veg fyrir að smálánafyrirtæki geti rukkað inn vexti allt upp undir 800 prósent. Ákveðið var að setja þak á vextina með lögum og geta þeir aldrei orðið hærri en 35 prósent. 

„Nú er það búið að fyrirtæki í þessum bransa séu gerð út á að festa fólk í vaxta kviksyndi og persónulegum harmleikjum,“ segir Simon Kollerup (S)viðskiptaráðherra í samtali við Danska ríkisútvarpið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR