Danmörk tók þá ákvörðun í dag að hætta alfarið að sprauta fólk með AstraZeneca, Danmörk mun þar með vera fyrsta þjóðin í heiminum til að taka slíka ákvörðun.Søren Brostrøm forstjóri dönsku heilbrigðisstofnanirnar tjáði sig um málið og benti á alvarlegt afbrigði af blóðtapa og aðrar aukaverkanir sem helstu ástæðuna fyrir ákvörðuninni. Søren sagði einnig að það yrði haldið áfram að bólusetja alla aldurshópa með öðrum efnum en AstraZeneca. Ákvörðunin mun fresta öllum aðgerðum frá 25 júlí yfir í ágúst og mun Danmörk þá nota bóluefnið Johnson & Johnson.
Brostrøm sagði að sameiginlegar rannsóknir byggðar á dönskum og norskum heilsufarsupplýsingum gefa til kynna að einn af hverjum 40.000 einstaklingum sem voru bólusettir með AstraZeneca gætu átt á hættu að verða fyrir þessum alvarlegu fylgikvillum og virðist hvorki aldur né kyn skipta þar máli. Þrátt fyrir að hafa skráð blóðtappa sem hugsanlega mjög sjaldgæfa aukaverkun bóluefnisins mælir Evrópusambandið gegn því að hætta notkun á AstraZeneca þar sem að kostir þess eru töluvert meiri en áhættan.