Visir.is í stríði við Donald Trump?

Samúel Karl Ólason fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni hefur skrifað reglulega um stjórnmál í Bandaríkjunum og farið háðulegum orðum um Bandaríkjaforseta, Donald Trump. Skrifin einkennast af neikvæðum viðhorfum til Trumps og verk hans dregin niður. 

Sjá má þetta sérstaklega í Úkraníumálinu og tengingu feðgana Joe og Hunter Biden við umdeilt spillingarmál þar og tengist embættisglapa ásakanir á hendur Donald Trump en hann var hreinsaður af þeim ásökunum í Öldungadeild Bandríkjaþings.

Í vefgrein, sjá vefslóðina: https://www.visir.is/g/202013669d/romney-gaeti-farid-aftur-gegn-trump er sagt að ásakanir á hendur Biden feðgana séu byggðar á sandi.

Í greininni segir: ,,Úkraínumálið teygir anga sína til 2015 þegar Biden, á vegum Barack Obama fyrrverandi forseta, krafði yfirvöld Úkraínu þess að ríkissaksóknaranum Viktor Shokin yrði vikið úr starfi.

Trump liðar hafa sakað Biden um að þvinga Shokin úr embætti með því markmiði að verja son sinn, Hunter Biden, sem þá var í stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma Holdings. Nokkrum árum áður hafði verið opnuð rannsókn á mögulegu fjárþvætti eiganda fyrirtækisins.

Það eru engar vísbendingar um að Joe Biden, né Hunter, hafi gert nokkuð saknæmt og ekki er víst hvort að Hunter hafi yfir höfuð verið til rannsóknar. Biden var að framfylgja utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem sendiboði Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna, yfir margra mánaða skeið,“ segir í vefgreininni.

Það er óskiljanleg niðurstaða hjá blaðamanni að segja að engar vísbendingar séu um spillingu þá feðga. Hann hefur greinilega ekki séð þetta myndband: https://www.youtube.com/watch?v=QE7PwqmzSu0

Í myndbandinu kemur greinilega fram að Joe Biden hafi hótað stjórn Úkraníu afturköllun fjárhagsaðstoðar, ef saksóknari einn yrði ekki rekinn. Sama ásökun og var á hendur Donald Trump og hann ákærður fyrir embættisafglöp. Þetta kallast á lagamáli quit pro quo og auðljóst að það eigi að rannsaka meint spillingarmál Biden feðga, ekki bara hvað varðar Úkraníu, heldur einnig tengsl Hunter Biden við Kínverja og milljarða dollara fjármögnun sem hann fekk í Kína, þegar faðir hans var varaforseti.

Hvers vegna er þessi neikvæði tónn í garð Donald Trump? Er stefna þessa íslenska fjölmiðils fjandsamleg núverandi Bandaríkjaforseta eða eru þeir hlutlausir? Eða það sem virðist vera líklegra, að þeir lepji upp neikvæða umfjöllun bandarískra fjölmiðla sem eru í stríði við forsetann. Vísað er ítrekað í Washington Post og CNN, sem eru sannarlega í stríði við Donald Trump.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR