Verslunum ber að taka við reiðufé

Borið hefur á því í Danmörku að verslanir hafi sett upp tilkynningu þar sem sagt er að ekki sé tekið við peningum sem greiðslu meðan kórónuveirufaraldurinn geisar. Þetta gera verslanir í varúðarskyni eins og kemur fram í tilkynningu margra verslana en sérfræðingar hafa talið mögulegt að veiran geti borist með peningum. 

Nú hefur umboðsmaður neitenda í Danörku úrskurðað að þetta sé ekki löglegt, verslunum beri að taka við peningum sem greiðslu.

Umboðsmanni neitenda hafði borist margar kvartanir frá borgurum sem lent höfðu í vandræðum með innkaup vegna þess að verslun neitaði að taka við reiðufé sem greiðslu og er það orðið nokkuð útbreitt á Kaupmannahafnarsvæðinu að minsta kosti, að verslanir neiti reiðufé og telji sig þar með leggja sitt að mörkum í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR