Útgönguspá: Íhaldsmenn negla meirihluta

Samkvæmt nýjustu útgönguspá geirnegla Íhaldsmenn meirihluta á breska þinginu. Mikil gleði er nú í herbúðum Íhaldsmanna. 

Útgönguspáin gerir ráð fyrir að Íhaldsmenn fái 368 sæti en Verkamannaflokkurinn einungis 161 sæti.

Gangi þetta eftir er þetta sætur sigur fyrir Boris Johnson og ljóst að Johnson þarf ekki að reiða sig á aðra flokka.

Bretar eru á öruggri leið út úr Evrópusambandinu.

Spurningin er nú hvort taflið hafi snúist við. Hvort það verði ESB sem fer á hliðina og liðist endanlega í sundur, en ekki Bretland.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR