Ungur hugaður frambjóðandi gerir athugasemd við hælisleitendamálin

Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson, sem skipar 3. sæti Miðflokksins í SV-kjödæmi í komandi alþingiskosningum gerir athugasemdir við þá flóttamannastefnu sem fjórflokkurinn hefur rekið hér á landi án þess að spyrja þjóðina. Hann hann gerir athugasemdir við og vill ekki að Ísland taki á móti flóttafólki frá Afganistan enda ber íslenskur almenningur enga ábyrgð á því klúðri Bandaríkjamanna og NATO sem þar hefur átt sér stað. Hann vill þó hjálpa fólki frá Afganistan en á þeirra heimaslóðum og er hann þar í samhljómi við marga sem gera sömu athugasemdir við þá flóttamanna og hælisleitendastefnu sem hér hefur verið rekin og virðist ganga út á það að skapa hér tví-menningu og tvær þjóðir. Brynjólfur færir ágæt rök fyrir skoðun sinni í grein í Morgunblaðinu.

Annars vegar segir hann að hér á Íslandi þurfi að bæta og laga velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið og hins vegar segir hann að Ísland beri ekki ábyrgð á því sem er að gerast í Afganistan.

„Á sama tíma kepp­ast ís­lensk­ir ráðamenn við að kalla yfir sig ábyrgð á því að trú­arof­stæk­is­hóp­ur hafi tekið yfir hið fjar­læga land Af­gan­ist­an eft­ir að stærsta her­veldi heims heykt­ist á að halda úti her­sveit­um sín­um þar,“ segir Brynjólfur í pistlinum.

Spyr hvort Íslendingar beri einhverja ábyrgð

Ekki verður annað sagt en að þessi ungi frambjóðandi sé hugaður að tala opinskátt um málið og ljóst að góða fólkið hérlendis mun ráðast á hann fyrir vikið. Enda má ekki tala um hælisleitendamálin á þessum nótum að mati vinstrimanna/góða fólksins.

Hann segir að atburðarásin í Afganistan hafi verið hröð en fyrirsjáanleg. „Valda­bröltið í Af­gan­ist­an stend­ur á tíma­mót­um og aug­ljóst að ný öfl og nýj­ar þjóðir munu nú sigla inn í kjöl­farið. Eft­ir stend­ur sárs­auka­full og kostnaðar­söm til­raun við að breyta þjóð sem virðist ekki hafa verið til­bú­in að berj­ast fyr­ir þess­um breyt­ing­um sjálf. Gæti verið að heima­menn séu núna þrátt fyr­ir allt nær því að ráða eig­in ör­lög­um?“

Þá kemur Brynjólfur inn á það að ábyrgð Íslendinga á ástandinu í Afganistan sé engin. „Bera Íslend­ing­ar ein­hverja ábyrgð á því hvernig fór eins og ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar kepp­ast við að segja?“ spyr hann.

„Það er erfitt að sjá. Af­skipti Íslend­inga hafa fyrst og fremst fal­ist í mannúðar­starfi og að veita af­gönsku þjóðinni aðstoð við að nútíma­væða samfélagið. Starf sem nú virðist koma fyr­ir lítið. Íslend­ing­ar hafa ekki farið með vopn­um inn í Af­gan­ist­an en hafa svarað ákalli um aðstoð, sem meðal ann­ars hef­ur komið frá heima­mönn­um, og látið fé af hendi rakna til upp­bygg­ing­ar.“

„Það er ekk­ert sem rök­styður það að Íslend­ing­ar beri sér­staka ábyrgð“

Að lokum segir Brynjólfur að það sé „fráleitt“ að taka sérstaklega á móti fólki frá Afganistan. „Það er ekk­ert sem rök­styður það að Íslend­ing­ar beri sér­staka ábyrgð á því hvernig fór í Af­gan­ist­an. Áfram munu þau alþjóðlegu sam­tök sem hafa starfað þar reyna að aðstoða nauðstadda og vinna að mannúðar­mál­um. Við Íslend­ing­ar eig­um að standa við skuld­bind­ing­ar okk­ar gagn­vart þess­um sam­tök­um og aðstoða þau við að hjálpa Af­gön­um heima við,“ segir hann.

„Það væri frá­leit niðurstaða núna að fara að efna til sér­stakra fólks­flutn­inga frá Af­gan­ist­an til Íslands í ein­hverri keppni ráðherra lands­ins við að beina sjón­um frá því hvernig þeir eru að skilja við ís­lenska vel­ferðar­kerfið. Miss­um ekki sjón­ar á því sem skipt­ir mestu.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR