Þurfa að fara að eyða af olíusjóðnum

Norska ríkisstjórnin vill næstum tvöfalda olíufjárnotkun sína árið 2020 frá upphaflegum fjárlögum. Á sama tíma er búist við miklum samdrætti í norska hagkerfinu á þessu ári.

Seint í febrúar tilkynnti fjármálaráðherrann að Noregur þyrfti að herða tauminn, til að mæta auknum lífeyriskostnaði og lækkandi olíutekjum. Kóróna faraldurinn veldur því að nú er komið allt annað hljóð í stjórnvöld, í fjárlögum þar sem notkun olíufjár eykst til muna.

Frá því að hafa ráðgert að nota 2,6 prósent af verðmæti olíusjóðsins árið 2020 hafa stjórnvöld nú ætlað að nota 4,2 prósent á þessu ári.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR