Þórarinn Ævarsson ætlar að opna pítsakeðju: Bara hægt að panta í gegnum app, ekki hringja

Þórarinn var áður framkvæmdastjóri IKEA

Fyrrum framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, lýsti því yfir í þættinum Ísland í bítið nú í morgun að hann væri á leiðinni í pítsarekstur. Í samtali við þáttastjórnendur sagði Þórarinn að hann hefði ákveðið að fara í að opna pítsastaði eftir að Gunnar Smári Egilsson hefði dregið í efa opinberlega að tal Þórarins um að hægt væri að selja pítsur ódýrara en ódýrustu pítsastaðir eru að gera í dag, væru byggðar á skynsemi.  Því hefði hann gripið tækifærið eftir að hann hætti hjá IKEA að láta drauminn rætast. Staðurinn verður rekinn með sem minnstri yfirbyggingu og verður til dæmis ekki hægt að hringja á staðinn og panta en einungis hægt að panta í gegnum app. Hann sagði að hann myndi nota alla þá tækni sem byðist í dag og sleppa við að ráða fólk en standa sjálfur með svuntuna og baka flatbökurnar sjálfur alla daga. Hann upplýsti að allar pítsur á matseðli verði ekki dýrari en 2500 kr., þær stóru á 2500 kr. með mörgum áleggjum.

Spurður hvenær hann ætlaði að opna staðinn sagðist hann stefna á að opna 1. apríl í Kópavogi.

Ekki nóg með það heldur stefndi hann á að opna marga staði sem seldu ódýrari pítsur en aðrir eru að selja. Spurður hvað hann teldi að hann þyrfti að selja margar pítsur á dag til að standa undir rekstri nefndi hann að 600 pítsur þyrftu að seljast á dag. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR