Sundlaugar lokaðar til 13. apríl?

Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu eru nú lokaðar.

Þessa tilkynningu var búið að setja á hurð sundlaugar Kópavogs (sjá mynd með frétt).

Samkvæmt henni þá er ráðgert að opna aftur annan í páskum sem er 13. apríl og verða þá eflaust margir orðnir óþreyjufullir eftir því að komast í pottinn og slaka á. 

Eftir því sem næst verður komist þá hafa sundlaugar í Reykjavík ekki tilkynnt um ákveðna dagsetningu þegar opnað verður aftur, eins og þeir í Kópavogi. Á vef Reykjavíkurborgar er einungis talað um að þær verði lokaðar um óákveðin tíma.

Vonandi verður ástandið orðið þannig annan í páskum að veirufaraldurinn verði yfirstaðinn og fólk geti aftur farið að njóta sundlauganna. 

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn

Aðrar fréttir

Forsetar Íslands

Sveinn Björnsson Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, var fæddur í Kaupmannahöfn 27. febrúar 1881 og lést hann 25. janúar árið 1952. Eiginkona hans var Georgia

Lesa meira »