Spilling í tenglsum við ESB og ítölsku mafíuna varð sósíaldemókrötum að falli í Slóvakíu

Mið-hægriflokkurinn Venjulegt Fólk (e.Ordinary People) vann sigur í þingkosningunum í Slóvakíu. Flokkurinn fékk 25% atkvæða og 54 þingsæti af 150 sætum. Hægri snúningur hefur orðið í Slóvakíu.

Sósíaldemókratar, SMER-SD, vinstri popúlistískur flokkur sem kennir sig við jafnaðarmennsku fékk 18,3% atkvæða. Flokkurinn hefur verið ráðandiafl í stjórnmálum í Slóvakíu frá 2006. Flokkurinn fékk 28,3% atkvæða í kosningunum 2016 en hrökklast nú frá völdum eftir ásakanir um spillingu. Vinsældir flokksins tóku að hrynja eftir morðið á blaðamanninum Jan Kuciak og unnustu hans Martinu Kusnirova. 

Kuciak hafði verið að rannsaka spillingu sem tengdist Evrópusambandinu, ítölsku mafíunni og Sósíaldemókrötum sem voru í ríkisstjórn. 

Morðið olli mikilli bylgju reiði í samfélaginu og krafist var afsagnar ríkisstjórnarinnar sem leidd var af sósíaldemókrötum. Ýmsir stjórnmálaskýrendur telja að morðin hafi gert það að verkum að sögulegur vendipunktur varð í slóvakískum stjórnmálum.

Hægri flokkar unnu töluvert af fylgi í kosningunum en ekki er víst að það verði átakalaust fyrir hægri flokkanna að mynda stjórn þar sem þeir eru mislangt til hægri í stjórnmálum.

Vilja endurreisa traust eftir spillingarstjórn sósíalista

Flokkurinn Venjulegt fólk segist ætla að endurreisa traust fólks á stjórnsýslunni eftir stjórnartíð sósíaldemókrata og útrýma spillingu, auka gegnsæi og ráðast í að styrkja dómsvaldið.

Flokkurinn segist líka stefna að því að styrkja heilbrigðiskerfið með áherslu á að endurnýja spítala og gera þá með þeim bestu í Evrópu. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR