Smitum fækkar í Tékklandi og Belgíu

Fyrir nokkrum vikum voru Tékkland og Belgía meðal þeirra landa í Evrópu sem voru með mest ný smitatilfelli en síðustu vikur hefur þeim fækkað verulega.

Seinni hluta október var 851 ný sýkingartilfelli á hverja 100.000 íbúa á viku en í fyrri hluta nóvember hefur sá fjöldi fækkað um meira en helming og er 388.

Í Tékklandi hefur þeim fækkað úr 781 í 578.

Til samanburðar fjölgaði í Danmörku í 126,5 á hverja 100.000 íbúa fyrri hluta nóvember en 98 í seinni hluta október.

Það er hins vegar mikill munur á þeim fjölda sem löndin prófa fyrir veirunni.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR