Sjaldgæfum hval rak á land: Með plast í maganum og sníkjudýr í lungum og nýrum

Sérfræðingar reyna að átta sig á hver sé orsök dauða svínhvals sem fannst látinn á ströndinni við Rømø á föstudag. Plast hefur fundist í maga svínhvalsins sem fannst á föstudag á Rømø.

En það er ekki allt því sníkjudýr hafa fundist í nýrum og lungum hvalsins og velta menn vöngum yfir hvort plastið og sníkjudýrin hafi gert það að verkum að hvalurinn synti af leið og á land. 

Það fannt plastræma 20-25 sentímetra löng og harðplasthlutur um fjórir sentímetra breiður og sjö sentímetra langur í maganum. Hvort plastið hafi orðið hvalnum að bana reyna vísindamenn nú að komast að. Svínhvalurinn er ekki algengur við strendur Danmerkur. Dýrið sem fannst er karldýr, sex metra langt og vegur um tvö tonn. Svínhvalur getur verið hvað lengst hvala í kafi og getur kafað mjög djúpt.

Vísindamenn nota nú tækifærið og ætla að rannsaka sérstaklega hjarta og heila enda gefst ekki tækifæri til þess oft og óvíst hvenær það gefst á ný. Jafnframt verður beinagrindinni stillt upp á náttúruminjasafni. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR