Segir marga Íslendinga í vandræðum vegna FAT: Erum líka komin á bannlista í Bandaríkjunum

Viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna athugasemda erlendra stofnana (FAT) um að Ísland þurfi að standa sig betur gegn peningaþvætti hafa vakið furðu margra. Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir virðist sem ríkisstjórnin hafi sýnt því lítinn áhuga að bæta þar úr. Niðurstaðan er að Ísland er komið á lista yfir varasöm ríki þegar kemur að peninga þvætti glæpahópa. Guðmundur Franklín Jónsson hagfræðingur sem unnið hefur hjá alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum og hefur mikla þekkingu á hinum alþjóðlega markaði veltir vöngum yfir því hverju það sæti. Hann segir í færslu á fésbók sinni að hann hafi heyrt í íslenskum athafnamönnum erlendis sem séu að lenda í vandræðum vegna þess orðspors sem Ísland hafi fengið vegna þessa svarta lista sem landið sé lent á. Hann eins og margir aðrir velta fyrir hvort og hversu margir íslenskir stjórnmálamenn séu flæktir í peningaþvætti. Ekki hefur Samherjamálið bætt orðspor landans. Pistill Guðmundar er eftirfarandi:

„ERU ÍSLENSK STJÓRNVÖLD SAMSEK ?
Er að heyra frá mörgum Íslendingum í fyrirtækjarekstri erlendis sem eru að lenda í verulegum vandræðum, þar sem íslensk stjórnvöld og bankar hafa að því virðist vera, unnið með ýmsum ókræsilegum mönnum sem stunda peningaþvætti og aðra glæpi. Mönnum og fyrirtækjum er úthýst úr bönkum og reikningum lokað og ekki séns á að opna nýja reikninga, hvort sem það er á Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum eða Bandaríkjunum sem ég veit um. Erlendum verðbréfareikningum tveggja Íslendinga var lokað vegna veru Íslands á gráa lista FATF. Ísland er komið á bannlista bandaríska uppgjörsfyrirtækisins Apex.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR